Fjölnota hjól, fyrir bæjarnotkun og malarstíga. Vökvabremsur auka öryggið og tveggja tommu dekkin gefa góðan stöðugleika. 9 gíra Shimano gírar og miðjumótor. Drægni 50 km. við góð skilyrði.
Stuðningur: Hægt er að fá töluverðan stuðning til kaupa á rafhjólum. Mörg starfsmanna- og verkalýðsfélög veita æfingastyrki til dæmis vegna rafhjólakaupa. Til viðbótar er hægt að fá stuðning frá fyrirtækinu sem unnið er hjá, í formi samgöngustyrks. Einnig veita sum fyrirtæki vaxtalaus lán til kaupa á rafhjólum. Passið upp á reikning og greiðslukvittun til að framvísa þegar sótt er um þessa styrki. Alltaf er þó hægt að fá afrit af reikning hjá söluaðila, hafi hann glatast. Ekkert mælir gegn því að fá báða styrkina og fá þannig nokkuð stóran hluta hjólsins greiddann.