Hjólafréttir

Hjartalíf er með áhugaverðan pistil um ágæti rafhjólreiða. Þar er vitnað í erlenda rannsókn sem sýnir að rafhjólanotkun skilar álíka heilsufarsávinningi og notkun venjulegra hjóla.

Meðal annars lækka líkur á hjartaáfalli og mörgum öðrum sjúkdómum hjá þeim sem hjóla, samkvæmt því sem fram kemur í pistlinum.

Hafa má í huga, að rafhjólin opna möguleika fyrir marga sem ella gætu ekki verið að hjóla.

Mbl.is segir frá því að lögreglan hafi í 2 ár ekkert unnið í máli hjólreiðamanns sem keyrður var niður á Laugaveginum.

Það er athyglisvert í málinu að maðurinn var viljandi keyrður niður og því er augljóslega um mjög alvarlegt brot að ræða.

Einnig er óþægilegt að vita til þess að lögreglumaður var með kjaft og stæla við þann sem keyrður var niður, eins og kemur fram í fréttinni.

Mbl.is segir frá þvíhjól séu nú orðin fleiri á götum Parísar en bílar.

Meðal annars kemur fram í fréttinni að yfirvöld hafi lagt mikla áherslu á að fjölga hjólastígum.

Spurning hvort ekki þurfi einnig hér á landi að stórauka kraftinn í gerð hjólastíga.