Nagladekk

 

26″ mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  9.800,-

27.5″ mikoskorin Schwalbe með 2 nagla á breiddina:  8.500,-

28″  mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  8.500,-  fyrir Nashorn hjólin

29″  mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  9.800,-

27,5 ” og  29″  fjallahjóla Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  13.800,-

Jaxlinn:

Að undanförnu hefur verið erfitt að fá nógu mikið af nagladekkjum fyrir Jaxlinn.

Núna er auðveldasti og ódýrasti möguleikinn sá, að kaupa gróf dekk og skrúfa naglana á sjálfur. Topphjól er með þannig dekk og kostar stykkið 7.000 og naglarnir 6.500, eða samtals 20.500, tvö dekk og naglapakki.

Hjá bike24.com hefur stundum verið hægt að fá 45NRTH nagladekk fyrir Jaxlinn: smellið á: þennan tengil hér.

45NRTH dekkin eru 26″ * 4,60″ og kosta u.þ.b. 25.000 stykkið hingað komin, 50.000 samtals fyrir parið. Þau passa á Jaxlinn og eru flott og traustvekjandi.

Nagladekk eru nauðsynlegt öryggisatriði fyrir vetrarnotkun á rafhjólum. Það er auðvelt að skipta um dekk á Jaxlinum. Munið, þegar dekkin eru sett á gjörðina, að það skiptir máli í hvaða stefnu dekkin snúa.

Bike24.com vefsíðan hefur reynst traust og er með góð verð. Þeir taka lítið aukalega fyrir flutning til Íslands, um 5% til 10%, og bæta ekki við VSK. Pósturinn afgreiðir sendingarnar frá þeim og leggur VSK og önnur gjöld á vöruna, ca. 35%. Pantanir frá Bike24.com skila sér hingað á u.þ.b. 2 vikum.