Nagladekk

 

26″ mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  9.800,-

27.5″ mikoskorin Schwalbe með 2 nagla á breiddina:  8.500,-

28″  mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  8.500,-  fyrir Nashorn hjólin

29″  mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  9.800,-

27,5 ” og  29″ með nagla á tökkum, Schwalbe 4 naglar á breiddina:  13.800,-

Jaxlinn:

Að undanförnu hefur verið erfitt að fá nógu mikið af nagladekkjum fyrir Jaxlinn.

Eftirfarandi möguleikar eru í stöðunni:

Hægt er að kaupa gróf dekk og skrúfa naglana á sjálfur.

Ef keypt eru á netinu 26″x4″ dekk með götum fyrir nagla, þá er hægt að nota nagla hjá Aukaraf til að setja í þau.

Topphjól er með dekk á 7.000 stykkið sem hægt er að skrúfa nagla í.

Hjá bike24.com hefur stundum verið hægt að fá 45NRTH nagladekk fyrir Jaxlinn: smellið á: þennan tengil hér.

45NRTH dekkin eru 26″ * 4,60″ og kosta u.þ.b. 25.000 stykkið hingað komin, 50.000 samtals fyrir parið. Þau passa á Jaxlinn og eru flott og traustvekjandi.

Nagladekk eru nauðsynlegt öryggisatriði fyrir vetrarnotkun á rafhjólum. Það er auðvelt að skipta um dekk á Jaxlinum. Munið, þegar dekkin eru sett á gjörðina, að það skiptir máli í hvaða stefnu dekkin snúa.

Bike24.com vefsíðan hefur reynst traust og er með góð verð. Þeir taka lítið aukalega fyrir flutning til Íslands, um 5% til 10%, og bæta ekki við VSK. Pósturinn afgreiðir sendingarnar frá þeim og leggur VSK og önnur gjöld á vöruna, ca. 35%. Pantanir frá Bike24.com skila sér hingað á u.þ.b. 2 vikum.

Örninn hefur verið með nagladekk af gerðinni Gnarwhal. Þau passa ágætlega á Jaxlinn. Sjá nánar: Gnarwhal nagladekk.