Forward XR


Forward XR, sama verð og síðastliðið vor: 239.000

Góður kostur fyrir þá sem gera kröfur um drægni,  kraft og fjölhæfni.

Auka batteríi 34.000 og þú tvöfaldar drægnina.

Rafhlaðan er utanáliggjandi. Mörgum finnst það ekki eins fallegt, en kosturinn er aftur á móti sá, að auðvelt er að fá auka batterí og festingin er stöðluð. Þannig passa mis stór batterí á hjólið og einnig batterí af mismunandi árgerðum. Þetta getur verið afgerandi kostur. Þróunin er hröð í batteríum, en þau nýjustu passa samt sem áður á hjólið.

  • Stærðir: 26″, 27,5″ og 29″
  • Bremsur: diskabremsur
  • Shimano Altus 24 gírar
  • Suntour SF18-XCM demparar
  • Mótor: 36V/250W Bafang afturhjólsdrif
  • Batterí: 36V, 15,6 Ah, 561 Wh, ásamt hleðslutæki
  • Drægni við góð skilyrði: 75 km
  • Litir: Ljós blátt, Grátt og appelsínugult og Grátt og ljósgrátt

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi