Forward

 


Forward hjólin koma núna í 2 úfærslum: Forward XR og Forward 3
Forward XR, tilboðsverð: 180.000
 

Góður kostur fyrir þá sem gera kröfur um drægni,  kraft og fjölhæfni.

Rafhlaðan er utanáliggjandi. Mörgum finnst það ekki eins fallegt, en kosturinn er aftur á móti sá, að auðvelt er að fá auka batterí og festingin er stöðluð. Þannig passa mis stór batterí á hjólið og einnig batterí af mismunandi árgerðum. Þetta getur verið afgerandi kostur. Þróunin er hröð í batteríum, en þau nýjustu passa samt sem áður á hjólið.

  • Stærðir: 26″, 27,5″ og 29″
  • Bremsur: diskabremsur
  • Shimano Altus 24 gírar
  • Suntour SF18-XCM demparar
  • Mótor: 36V/250W Bafang afturhjólsdrif
  • Batterí: 36V, 15,6 Ah, 561 Wh, ásamt hleðslutæki
  • Drægni við góð skilyrði: 75 km
  • Litir: Ljós blátt, Grátt og appelsínugult og Grátt og ljósgrátt

Forward 3. Tilboð 150.000 

Þetta Forward hjól er ólíkt hinum að því leiti að brettin eru ekki ásett og ekki er gert ráð fyrir böglabera. Mælaborðið er stærra og flottara og mótorinn er frá Mxus (en ekki frá Bafang eins og á hinum Genius hjólunum).

Pottþéttir íhlutir frá mörgum af heimsins bestu gera hjólið að sannkallaðri merkjavöru:

Gírar: SHIMANO dual SIS 21 gíra
Batterí: lithium 36 volta, 10,4 Ah, 374 Wh.
Gaffall: TXED
Mótor: Mxus 36V/250W afturdrif
Tektro diskabremsur
Litur: grátt með gulum strikum (myndir) og ein stærð : 27,5″
Fylgihlutir innifaldir: hleðslutæki, ljós, bjalla, standari
Drægni á einni hleðslu:  u.þ.b. 50 km við góð skilyrði og sumar hita.

Leiðbeiningar:  Að festa brettin

2 ára ábyrgð á hjóli og batteríi


Efri myndin sýnir Forward XR og neðri myndin Forward 3