


Forward XR tilbúið til notkunar: 175.000.
Góður kostur fyrir þá sem gera kröfur um drægni, kraft og fjölhæfni.
Rafhlaðan er utanáliggjandi. Mörgum finnst það ekki eins fallegt, en kosturinn er aftur á móti sá, að auðvelt er að fá auka batterí og festingin er stöðluð. Þannig passa mis stór batterí á hjólið og einnig batterí af mismunandi árgerðum. Þetta getur verið afgerandi kostur. Þróunin er hröð í batteríum, en þau nýjustu passa samt sem áður á hjólið.
- Stærðir: 26″ og 27,5″
- Bremsur: diskabremsur
- Shimano Altus 24 gírar
- Suntour SF18-XCM demparar
- Mótor: 36V/250W Bafang afturhjólsdrif
- Batterí: 36V, 15,6 Ah, 561 Wh, ásamt hleðslutæki
- Drægni við góð skilyrði: 75 km
- Litir: Ljós blátt; grátt eða grátt + appelsínugult.