Stillingar mælaborðs (Jaxlinn, Forward, City, Folding)

(Eftirfarandi leiðbendingar eiga við Jaxlinn, e-Times City, Folding og Forward hjólin).

Fínstillingar á virkni hjólsins

Það getur verið óþægilegt ef rafmótorinn kemur inn af of miklum krafti þegar lagt er af stað, þannig að maður kippist alveg af stað.

Verksmiðjustillingin gerir ráð fyrir að 1. gír sé með 65% afl, sem að mínu mati er allt of hátt. Þetta er hægt að lækka í mælaborðinu.

Ræsing hjólsins

Miðjutakkinn er til að ræsa hjólið. Þá ertu á 1. borði.

Það eru einnig 2. og 3. borð sem farið er á með því að halda inni plús og mínustökkunum samtíms, sjá hér fyrir neðan.

1. borð:

+ (plús) takkinn er til að auka inngjöfina.

– (mínus) takkinn er til að lækka inngjöfina

Flett með því að ýta á miðjutakkann. Þannig skoðar maður uppsafnað kílómetrastöðu og kílómetrastöðu sem hægt er að núlla með Clear Trip, sjá hér fyrir neðan. Einnig koma þarna fram upplýsingar um hámarks hraða síðan mælirinn var ræstur og fleira.

2. borð:

Ýtið samtímis á   og +  takkana.

Þá kemur upp:

  1.  – Clear Trip   hreinsa síðustu ferð úr mynni
  2.  – Set Unit       velja einingu, mílur eða kílómetrar
  3.  – Set WD        setja inn þvermál dekkja
  4.  – Set LS          stilla hámarks hraða, skal ávalt vera 25 km/klst
  5.  – Set Voltage   ekki er mælt með því að eiga við þessa stillingu. Breytingar geta valdið því að mælirinn frýs og þá þarf að fara á verksmiðjustillingu. Stillir eingöngu hvernig skjárinn sýnir hleðslu batterísins eftir því sem spenna þess lækkar og það tæmist, en ekki spennuna á rafhlöðunni.. ( ATH: Þetta breytir engu um það hvernig batteríið tæmist, eingöngu hvernig hleðsla þess er sýnd á skjánum eftir því sem það tæmist og spenna þess lækkar.)

3. borð:

Ýtið aftur samtímis á  og + takkana.

Þá kemur upp:  **Specific Set**

Velja með því að ýta á plús takkann.

  1.  – Power Set
  2.  – Current Set (skal ávalt vera stillt á  verksmiðjustillingu, 17A = 250W)
  3.  – Assistant num

3. 1-Power Set, er til þess að stilla þrepin í inngjöfinni.

Ýtið á miðju takkann og svo aftur á miðju takkann.

Þá er hægt að lækka niður verksmiðjustillingarnar á lægstu gírunum, því þær geta verið óþægilega háar.

4. Setjið inn öruggari, jafnari og þægilegri stillingu.

Dæmi:

Undir ***Power Set*** 5-1- stilla á 30% í stað 65% , ýta á mið takkann til að festa breytinguna.

Undir ***Power Set*** 5-2- stilla á 45% , ýta á mið takkann.

Undir ***Power Set*** 5-3- stilla á 60% , ýta á mið takkann.

Undir ***Power Set*** 5-4- stilla á 80% , ýta á mið takkann.

Undir ***Power Set*** 5-5- stilla á 100% , ýta á mið takkann.

5. Enda á því að halda inni mið takkanum.