Festa bretti við Forward 3

Festið brettavírinn á bæði brettin.

Afturbrettið er lengra en frambrettið.

Lengri vírinn fer á afturbrettið og sá styttri á frambrettið.

Mótstykkið fer í innanvert brettið. Yfirstykkið fer ofaná og boltarnir í gegn.


Snúið hjólinu á hvolf.

Leggið afturbrettið á afturdekkið og snúið saman dekkinu og brettinu þanngað til brettið er rétt staðsett. Ekki hafa loft í dekkinu, því bilið er lítið.

Festið brettið við “eyrað” sem er á hjólinu aðeins aftan við miðju.

Notið minnsta boltann og viðeigandi ró og skinnu eins og myndin sýnir:


Snúið hjólinu í rétta stöðu.

Festið miðju afturbrettisins.

Notið stæðsta boltann og viðeigandi ró.


Festið brettavírinn við boddíið með viðeigandi boltum.

 


Festið frambrettið við miðjuna á demparanum.


Festið brettavírana við demparann með viðeigandi festingum.

Genius 265.000

Tveggja tommu dekkin tryggja gott grip, hvort sem er á malarstígum eða malbikuðum. Mótorinn er í stærra lagi og gefur því nægilegt afl til að fara upp brattar brekkur og á móti vindi. Rafhlaðan er stærri og gefur þar með meiri drægni. Þetta rafhjól er því frábært fyrir margbreitilegar íslenskar aðstæður, jafnt innan bæjar sem utan.

Rafhlaðan er innbyggð sem gefur sílhreina og fallega hönnun.

Pottþéttir íhlutir frá mörgum af heimsins bestu gera hjólið að sannkallaðri merkjavöru:

Genius:

 • Gírar: SHIMANO Altus 24 gíra
 • Batterí: lithium 36 volta, 13,6 Ah, 480 Wh.
 • Gaffall: SUNTOUR SF18
 • Mótor: Bafang 36V/250W afturdrif
 • Stærðir : 27,5″ og  29″
 • Litir: Grá sanserað og ljós blátt sanserað.
 • Fylgihlutir innifaldir: bretti, böglaberi,  ljós, bjalla, standari
 • Drægni á einni hleðslu:  u.þ.b. 65 km

Genius, grásanserað: 265.000,-

Genius, ljós gráblátt: 265.000,-

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi

( Einnig er í boði svipað hjól, Power Genius TXED á 245.000,-  , með drægni upp á 50 km.)

Folding 149.000

Folding er samanbrjótanlegt borgarhjól, sem auðvelt er að setja í bílinn og taka með í ferðalög.

 • Gírar: Shimano 6 gíra
 • Innbyggð lithium SAMSUNG rafhlaða. 36V,  7,8 Ah, 280 Wh
 • Mótor: Mxus 36V/250W afturhjólsdrif. Styður notanda upp að 25 km/klst hraða.
 • Grind: 20″ alloy 6061
 • Bremsur: V barkabremsur
 • Dekk: 20″ x 1,75″ WANDA
 • Aukahlutir innifaldir: bretti, standari, bjalla, böglaberi, glitaugu og ljós að aftan og framan
 • Drægni: 40 kílómetrar.

 

Svona lítur það út þegar búið er að brjóta það saman:

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi

Jaxlinn 275.000

Jaxlinn, lúxushjól fyrir vandláta

Fjögurra tommu breið dekkin gefa þessu öfluga hjóli aukin stöðugleika og afar gott grip. Hjólið er því gott til notkunnar jafnt innan bæjar sem utan. Stærri mótor gefur því aukinn kraft til að glíma við okkar séríslensku aðstæður, brattar brekkur, ójöfnur og stífan mótvind. Á því er töluvert stærra batterí, sem veitir því aukna drægni.

Stýrið er með stillanlega hæð og beygir aðeins aftur, þannig að ekki þarf að beyja sig mikið fram, heldur situr notandinn tiltölulega uppréttur.

Segja má að hér sé allt gert fyrir mýkt og þægindi. Breið dekk og stór framdempari hafa mikið að segja, en auk þess er mjúkt og þægilegt sæti á þessu hjóli og þar að auki einn besti sætisdempari heims, NCX frá Suntour, þannig að notandinn situr óþreyttur klukkustundum saman. (Sjá mynd af þessum dempara neðar á síðunni.)

Allir fylgihlutir á myndinni eru innifaldir, bretti, böglaberi, ljós o.s.frv.

Nú er boðið upp á fleirri liti, þ.e. rauð sanseruð og grá sanseruð. Blá verða áfram í boði. Sjá myndir hér fyrir neðan.

Þetta hjól ber vel menn í þyngri kantinum.

Tæknilýsing:

 • Grind: Álblanda sem gefur léttleika og góða endingu til lengri tíma.
 • Gírar: 7 gíra Tourney skiptir frá Shimano, sem er stæðsti gíraframleiðandi heims.
 • Mótor: stór Bafang 250W með góðri aukaaflsstýringu. Endingargóðir mótorar frá stæðsta mótorframleiðanda heims.
 • Bremsur: vökva diskabremsur.
 • Rafhlaða: 36V, 17,4 Ah, 620 Wh, lithium ásamt hleðslutæki.
 • Áætluð meðal drægni á einni hleðslu: 55 til 75 kílómetrar. Margir þættir geta dregið úr drægninni, til dæmis hitastig, vindur og dugnaður notandans.
 • Stjórnkerfið er opið og sveigjanlegt þannig að hver notandi getur ákvarðað stillingar eftir sínum hentugleika: 3, 5, 7 eða 9 þrep í aflstyrkleika á mótor og hámarks afl er stillanlegt með Power stillingu, LED skjár, hraðamælir, vegalengd, tími o.s.frv..
 • WANDA dekk 26″ x 4″.
 • ZOOM demparar.
 • Suntour NCX sætisdempari, sjá mynd hér fyrir neðan
 • Fylgihlutir innifaldir: bretti, standari, glitaugu, fram og aftur ljós, böglaberi.
 • Auka 15 AH batterí á 34.000,- sem hægt er að setja á böglaberann, og drægnin næstum tvöfaldast.

NCX sætisdempari frá SUNTOUR.

Sjá umfjöllun um þessi hjól hér á síðu Topphjóla.

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi

(Möguleiki er að fá nagladekk fyrir þessi hjól, sjá neðst á síðu um nagladekk.)

Ævintýrin bíða

Genius 2

Falleg og vönduð hönnun einkennir þetta rafhjól.

Það er öflugt og alhliða fyrir margbreitilegar íslenskar aðstæður, jafnt í borg sem utan vega. Til dæmis er mótorinn í stærra lagi sem gefur góðan stuðning upp brattar brekkur, ef hjólið er stillt á Power mode.

Dekkin eru tveggja tommu breið með góðu mynstri og hefur hjólið því gott grip, jafnvel þó sandur sé á stígunum.

Pottþéttir íhlutir frá mörgum af heimsins bestu gera hjólið að sannkallaðri merkjavöru:

Sama verð og síðastliðið vor: 239.000.

Genius 2 :

 • Gírar: SHIMANO Altus 24 gíra
 • Batterí: lithium 36 volta, 10,4 Ah, 374 Wh.
 • Gaffall: SUNTOUR SF15
 • Mótor: Bafang 36V/250W afturdrif
 • Stærðir : 27,5″ og  29″
 • Litir: grásanserað og drapplitað.
 • Fylgihlutir innifaldir: bretti, böglaberi,  ljós, bjalla, standari
 • Drægni á einni hleðslu:  u.þ.b. 50 km
 • Þessu hjóli fylgir auka hnakkur að eigin vali, sjá neðst á síðu

Drapplitað:

Grásanserað:

Hnakkur að eigin vali:

 

 

 

 

 

 

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batterí.

 

Genius 3

Genius 3,   175.000,-

Öflugt hjól fyrir margbreitilegar íslenskar aðstæður, jafnt í borg sem utan vega.

Tveggja tommu dekkin gefa hjólinu stöðugleika og gott grip, og 24 gírar gefa því möguleika á að fara auðveldlega upp brattar brekkur.

Pottþéttir íhlutir frá mörgum af heimsins bestu, gera hjólið að sannkallaðri merkjavöru.

Bretti og böglaberi fylgja með en kaupandinn þarf sjálfur að setja þau á hjólið.

Tæknilýsing:

 • Gírar: SHIMANO Altus 24 gíra
 • Batterí: lithium 36 volta, 10,4 Ah, 374 Wh.
 • Gaffall: SUNTOUR SF15
 • Mótor: Mxus 36V/250W afturdrif
 • Tektro bremsur
 • Stærðir : 27,5″ og 29″.
 • Litur: drapplitað.
 • Fylgihlutir innifaldir: bjalla, standari, hleðslutæki.
 • Einnig fylgja bretti og böglaberi óásett.
 • Drægni á einni hleðslu:  u.þ.b. 50 km við góð skilyrði og sumar hita.

Þegar búið er að setja á það bretti og böglabera:

Hér er hjólið án bretta og böglabera :

Hlaupabretti / göngubretti 175.000

Topphjól hlaupabretti

(hlaupabraut  / göngubretti / göngubraut)

Nokkuð stór hlaupabretti sem hafa verið í sölu hér á landi undanfarin ár. Hafa reynst afskaplega vel og bilanatíðni verið lág.

Fáðu tækið heim til þín með einu símtali, uppsett og tilbúið til notkunar. Þú getur greitt við afhendingu heima hjá þér. Hringdu í síma 661-1902. Aðeins 9.000, flutningur og uppsetning á Stór-Reykjavíkur svæðinu, frá Reykjanesi til Selfoss og Borgarness

 • Hámarks þyngd notanda: 130 kg
 • Stillanlegur halli: 0 til 6,5%  ( í gráðum: 0° til 4°)
 • 3 hp mótor
 • 12 prógröm
 • Hátalarar og mp3
 • Hraði: 0,8 – 16 km/klst
 • Stærð brautar: breidd 47 cm, lengd 133 cm

Flutningur út á land með Eimskip/Flytjanda 9.000. Tækið er þá sent á stöðina sem næst er kaupanda.

Heimsending og uppsetning á höfuðborgarsvæði 9.000. Gildir um allt Stór-Reykjavíkur svæðið, frá Reykjanesi til Selfoss og Borgarness.

Gæða tæki á flottu verði

F30 Hlaupabretti

Hjálmar

1. Hjálmur með skjól fyrir augun, 9.500,-

Þessi hjálmur er vel fóðraður og með gott skjól fyrir augun sem hægt er að færa upp eða niður. Maður fær því ekki vindinn beint í augun.


2. Hjálmur með skjól fyrir augu og eyru, 15.200,-

Þessi hjálmur gefur mikið skjól, bæði fyrir vind og kulda.

Athugið að myndin er samsett og sýnir hjálminn frá báðum hliðum.

Nagladekk

 

26″ mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  9.800,-

27.5″ mikoskorin Schwalbe með 2 nagla á breiddina:  8.500,-

28″  mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  8.500,-  fyrir Nashorn hjólin

29″  mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  9.800,-

27,5 ” og  29″ með nagla á tökkum, Schwalbe 4 naglar á breiddina:  13.800,-

Jaxlinn:

Að undanförnu hefur verið erfitt að fá nógu mikið af nagladekkjum fyrir Jaxlinn.

Eftirfarandi möguleikar eru í stöðunni:

Hægt er að kaupa gróf dekk og skrúfa naglana á sjálfur.

Ef keypt eru á netinu 26″x4″ dekk með götum fyrir nagla, þá er hægt að nota nagla hjá Aukaraf til að setja í þau.

Topphjól er með dekk á 7.000 stykkið sem hægt er að skrúfa nagla í.

Hjá bike24.com hefur stundum verið hægt að fá 45NRTH nagladekk fyrir Jaxlinn: smellið á: þennan tengil hér.

45NRTH dekkin eru 26″ * 4,60″ og kosta u.þ.b. 25.000 stykkið hingað komin, 50.000 samtals fyrir parið. Þau passa á Jaxlinn og eru flott og traustvekjandi.

Nagladekk eru nauðsynlegt öryggisatriði fyrir vetrarnotkun á rafhjólum. Það er auðvelt að skipta um dekk á Jaxlinum. Munið, þegar dekkin eru sett á gjörðina, að það skiptir máli í hvaða stefnu dekkin snúa.

Bike24.com vefsíðan hefur reynst traust og er með góð verð. Þeir taka lítið aukalega fyrir flutning til Íslands, um 5% til 10%, og bæta ekki við VSK. Pósturinn afgreiðir sendingarnar frá þeim og leggur VSK og önnur gjöld á vöruna, ca. 35%. Pantanir frá Bike24.com skila sér hingað á u.þ.b. 2 vikum.

Örninn hefur verið með nagladekk af gerðinni Gnarwhal. Þau passa ágætlega á Jaxlinn. Sjá nánar: Gnarwhal nagladekk.