Genius 265.000

Tilboð: Þetta hjól er hægt að fá á nagladekkjum og sumardekkin fylgja með.

Tveggja tommu dekkin tryggja gott grip, hvort sem er á malarstígum eða malbikuðum. Mótorinn er í stærra lagi og gefur því nægilegt afl til að fara upp brattar brekkur og á móti vindi. Rafhlaðan er stærri og gefur þar með meiri drægni. Þetta rafhjól er því frábært fyrir margbreitilegar íslenskar aðstæður, jafnt innan bæjar sem utan.

Rafhlaðan er innbyggð sem gefur sílhreina og fallega hönnun.

Pottþéttir íhlutir frá mörgum af heimsins bestu gera hjólið að sannkallaðri merkjavöru:

Genius:

 • Gírar: SHIMANO Altus 24 gíra
 • Batterí: lithium 36 volta, 13,6 Ah, 480 Wh.
 • Gaffall: SUNTOUR SF18
 • Mótor: Bafang 36V/250W afturdrif
 • Stærðir : 27,5″ og  29″
 • Litir: Grá sanserað og ljós blátt sanserað.
 • Fylgihlutir innifaldir: bretti, böglaberi,  ljós, bjalla, standari
 • Drægni á einni hleðslu:  u.þ.b. 65 km

Genius, grásanserað: 265.000,-

Genius, ljós gráblátt: 265.000,-

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi

( Einnig er í boði svipað hjól, Power Genius TXED á 245.000,-  , með drægni upp á 50 km.)

Jaxlinn 250.000

Jaxlinn, lúxushjól fyrir vandláta

Þetta hjól ber vel menn í þyngri kantinum.

Fjögurra tommu breið dekkin gefa þessu öfluga hjóli aukin stöðugleika og afar gott grip. Hjólið er því gott til notkunnar jafnt innan bæjar sem utan. Stærri mótor gefur því aukinn kraft til að glíma við okkar séríslensku aðstæður, brattar brekkur, ójöfnur og stífan mótvind. Á því er töluvert stærra batterí, sem veitir því aukna drægni.

Stýrið er með stillanlega hæð og beygir aðeins aftur, þannig að ekki þarf að beyja sig mikið fram, heldur situr notandinn tiltölulega uppréttur.

Segja má að hér sé allt gert fyrir mýkt og þægindi. Breið dekk og stór framdempari hafa mikið að segja, en auk þess er mjúkt og þægilegt sæti á þessu hjóli og þar að auki einn besti sætisdempari heims, NCX frá Suntour, þannig að notandinn situr óþreyttur klukkustundum saman. (Sjá mynd af þessum dempara neðar á síðunni.)

Allir fylgihlutir á myndinni eru innifaldir, bretti, böglaberi, ljós o.s.frv.

Nú er boðið upp á fleirri liti, þ.e. rauð sanseruð og grá sanseruð. Blá verða áfram í boði. Sjá myndir hér fyrir neðan.

(Næsta sending er væntanleg í nóvember eða desember. Þeir sem vilja tryggja sér eintak og festa verðið í 250.000, geta greitt 25.000 inná hjólið. Upplýsingar um kennitölu og bankareikning eru á forsíðu. Sendið einnig email. Afhending verður eins fljótt og hægt verður.)

Tæknilýsing:

 • Grind: Álblanda sem gefur léttleika og góða endingu til lengri tíma.
 • Gírar: 7 gíra Tourney skiptir frá Shimano, sem er stæðsti gíraframleiðandi heims.
 • Mótor: stór Bafang 250W með góðri aukaaflsstýringu. Endingargóðir mótorar frá stæðsta mótorframleiðanda heims.
 • Bremsur: vökva diskabremsur.
 • Rafhlaða: 36V, 17,4 Ah, 620 Wh, lithium ásamt hleðslutæki.
 • Áætluð meðal drægni á einni hleðslu: 55 til 75 kílómetrar. Margir þættir geta dregið úr drægninni, til dæmis hitastig, vindur og dugnaður notandans.
 • Stjórnkerfið er opið og sveigjanlegt þannig að hver notandi getur ákvarðað stillingar eftir sínum hentugleika: 3, 5, 7 eða 9 þrep í aflstyrkleika á mótor og hámarks afl er stillanlegt með Power stillingu, LED skjár, hraðamælir, vegalengd, tími o.s.frv..
 • WANDA dekk 26″ x 4″.
 • ZOOM demparar.
 • Suntour NCX sætisdempari, sjá mynd hér fyrir neðan
 • Fylgihlutir innifaldir: bretti, standari, glitaugu, fram og aftur ljós, böglaberi.
 • Auka 15 AH batterí á 34.000,- sem hægt er að setja á böglaberann og drægnin tvöfaldast. 17 AH batterí á 39.000.

NCX sætisdempari frá SUNTOUR.

Sjá umfjöllun um þessi hjól hér á síðu Topphjóla.

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi

 

 

Hlaupabretti / göngubretti 175.000

F-30 hlaupabretti

(hlaupabraut  / göngubretti / göngubraut)

 

Nokkuð stór hlaupabretti sem hafa verið í sölu hér á landi undanfarin ár. Hafa reynst afskaplega vel og bilanatíðni verið lág.

 • Hámarks þyngd notanda: 130 kg
 • Stillanlegur halli: 0 til 6,5%  ( í gráðum: 0° til 4°)
 • 3 hp mótor
 • 12 prógröm
 • Hátalarar og mp3
 • Hraði: 3 – 16 km/klst
 • Stærð brautar: breidd 47 cm, lengd 133 cm

Heimsending og uppsetning á höfuðborgarsvæði: 9.000,- .

Flutningur út á land með Eimskip/Flytjanda: 9.000,-. Tækið er þá sent á stöðina sem næst er kaupanda.

Gæða tæki á flottu verði

F30 Hlaupabretti

Folding 169.000

Folding er samanbrjótanlegt borgarhjól, sem auðvelt er að setja í bílinn og taka með í ferðalög.

 • Gírar: Shimano 6 gíra
 • Innbyggð lithium SAMSUNG rafhlaða. 36V,  7,8 Ah, 280 Wh
 • Mótor: Mxus 36V/250W afturhjólsdrif. Styður notanda upp að 25 km/klst hraða.
 • Grind: 20″ alloy 6061
 • Bremsur: V barkabremsur
 • Dekk: 20″ x 1,75″ WANDA
 • Aukahlutir innifaldir: bretti, standari, bjalla, böglaberi, glitaugu og ljós að aftan og framan
 • Drægni: 40 kílómetrar.

 

Svona lítur það út þegar búið er að brjóta það saman:

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi

Forward, verð 189.000 til 255.000

Borgar- og fjallahjól

Tvær týpur í boði, XR og X9:


Forward XR, verð kr. 255.000:
 • Stærðir: 26″, 27,5″ og 29″
 • Bremsur: diskabremsur
 • Gírar: Shimano Altus
 • Demparar Suntour SF18-XCM
 • Mótor: 36V/250W Bafang afturhjólsdrif
 • Batterí: 36V, 15,6 Ah, 561 Wh, ásamt hleðslutæki
 • Drægni við góð skilyrði: 75 km
 • Tilboð meðan byrgðir endast: aukabatterí fylgir frítt og drægnin tvöfaldast
 • Litir: Ljós-blágrátt, Grátt og appelsínugult og Grátt og ljósgrátt

Forward X9, verð kr. 189.000:
 • Stærðir: 26″ og 29″
 • Bremsur: diskabremsur
 • Gírar: 7 gíra Shimano SIS Tourney
 • Demparar frá framleiðanda hjólanna (ekki sérstakt vörumerki)
 • Mótor: 36V/250W Bafang afturhjólsdrif
 • Batterí: 36V, 10,4 Ah, 374 Wh, ásamt hleðslutæki
 • Drægni við góð skilyrði: 50 km
 • Litir: 26″ hjólið er grátt með ljósblá strik og 29″ hjólið er svart með appelsínugulum strikum.

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi


Eftirfarandi hjól eru til á lager:

26″ Forward X9 hjólið er 7 gíra, grátt og að hluta ljós blátt

 

29″ Forward X9 hjólið 7 gíra, svart og appelsínugult:


Forward XR er í stærðunum 26″, 27,5″ og 29″, með Shimano Altus 24 gírum, léttbrettum og Suntour dempurum:

 

Árgerð 2022

Forward árg. 2021 með Shimano TX50 21 gírum, án bretta, ókomið:


 


Hér fyrir neðan eru myndir af 26″ Forward, teknar sumarið 2020:

Við Reynisvatn, með sportlegt frambretti og þægilegt sæti (ekki staðalbúnaður):


Myndir teknar við Eyjafjörð sumarið 2020:

Eyjafjörður


Við Elliðaár, með varabatterí á böglaberanum er hægt að tvöfalda drægnina:

 

 

Lásar, töskur og fylgihlutir

Lásar:

 

 • U-lás:  2.500,-                             
 • Millistór talnalás:  2.500,-             
 • Gulur talnalás:  6.000,-                
 • Talnalás með keðju í taui: 3.900,-

Töskur:

 • Taska fyrir böglabera: 7.500,-      
 • Flottur bakpoki: 4.900,-                
 • Batterístaska: 7.500,-                  
 • Ýmsar smátöskur í úrvali:           
 • Mjúkur hnakkur með ljósi:  6.500,-  
 • Miðlungsstór hnakkur:  5.500,-         
 • Hnakkur með loftopi: 2.500,-  
 • Velo hnakkur:  1.990,- 
 • Sætisdempari:  7.500,- 
 • Upphækkun á stýri :   5.000,-  
 • Beygja á stýri :   5.000,-    

 

Þrekhjól með sæti 159.000

UPPSELT

Æfingahjól / þrekhjól með þægilegu sæti með stillanlega fjarlægð.

Hámarks þyngd notanda: 130 kg

Þyngd kasthjóls: 8 kg

Þyngd tækis: 55 kg.

Verð: 159.000

Flutningur á Reykjavíkur svæði: 9.000

Þetta tæki er selt samsett og ekki hægt að senda það út á land, en hægt er að sækja það í búðina.