Festa bretti við Forward 3

Festið brettavírinn á bæði brettin.

Afturbrettið er lengra en frambrettið.

Lengri vírinn fer á afturbrettið og sá styttri á frambrettið.

Mótstykkið fer í innanvert brettið. Yfirstykkið fer ofaná og boltarnir í gegn.


Snúið hjólinu á hvolf.

Leggið afturbrettið á afturdekkið og snúið saman dekkinu og brettinu þanngað til brettið er rétt staðsett. Ekki hafa loft í dekkinu, því bilið er lítið.

Festið brettið við “eyrað” sem er á hjólinu aðeins aftan við miðju.

Notið minnsta boltann og viðeigandi ró og skinnu eins og myndin sýnir:


Snúið hjólinu í rétta stöðu.

Festið miðju afturbrettisins.

Notið stæðsta boltann og viðeigandi ró.


Festið brettavírinn við boddíið með viðeigandi boltum.

 


Festið frambrettið við miðjuna á demparanum.


Festið brettavírana við demparann með viðeigandi festingum.

Genius 2

Falleg og vönduð hönnun einkennir þetta rafhjól.

Það er öflugt og alhliða fyrir margbreitilegar íslenskar aðstæður, jafnt í borg sem utan vega. Til dæmis er mótorinn í stærra lagi sem gefur góðan stuðning upp brattar brekkur, ef hjólið er stillt á Power mode.

Dekkin eru tveggja tommu breið með góðu mynstri og hefur hjólið því gott grip, jafnvel þó sandur sé á stígunum.

Pottþéttir íhlutir frá mörgum af heimsins bestu gera hjólið að sannkallaðri merkjavöru:

Sama verð og síðastliðið vor: 239.000.

Genius 2 :

  • Gírar: SHIMANO Altus 24 gíra
  • Batterí: lithium 36 volta, 10,4 Ah, 374 Wh.
  • Gaffall: SUNTOUR SF15
  • Mótor: Bafang 36V/250W afturdrif
  • Stærðir : 27,5″ og  29″
  • Litir: grásanserað og drapplitað.
  • Fylgihlutir innifaldir: bretti, böglaberi,  ljós, bjalla, standari
  • Drægni á einni hleðslu:  u.þ.b. 50 km
  • Þessu hjóli fylgir auka hnakkur að eigin vali, sjá neðst á síðu

Drapplitað:

Grásanserað:

Hnakkur að eigin vali:

 

 

 

 

 

 

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batterí.

 

Genius 3

Ekki í sölu núna, kemur aftur fljótlega.

Genius 3,   219.000,-

Öflugt hjól fyrir margbreitilegar íslenskar aðstæður, jafnt í borg sem utan vega.

Tveggja tommu dekkin gefa hjólinu stöðugleika og gott grip, og 24 gírar gefa því möguleika á að fara auðveldlega upp brattar brekkur.

Pottþéttir íhlutir frá mörgum af heimsins bestu, gera hjólið að sannkallaðri merkjavöru.

Ekki í sölu núna, kemur aftur fljótlega.

Tæknilýsing:

  • Gírar: SHIMANO Altus 24 gíra
  • Batterí: lithium 36 volta, 10,4 Ah, 374 Wh.
  • Gaffall: SUNTOUR SF15
  • Mótor: Mxus 36V/250W afturdrif
  • Tektro bremsur
  • Stærðir : 27,5″ og 29″.
  • Litur: drapplitað.
  • Fylgihlutir innifaldir: bjalla, standari, hleðslutæki.
  • Einnig fylgja bretti og böglaberi óásett.
  • Drægni á einni hleðslu:  u.þ.b. 50 km við góð skilyrði og sumar hita.

Þegar búið er að setja á það bretti og böglabera:

Hér er hjólið án bretta og böglabera :

Hjálmar

1. Hjálmur með skjól fyrir augun, 9.500,-

Þessi hjálmur er vel fóðraður og með gott skjól fyrir augun sem hægt er að færa upp eða niður. Maður fær því ekki vindinn beint í augun.


2. Hjálmur með skjól fyrir augu og eyru, 15.200,-

Þessi hjálmur gefur mikið skjól, bæði fyrir vind og kulda.

Athugið að myndin er samsett og sýnir hjálminn frá báðum hliðum.

Nagladekk

 

26″ mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  9.800,-

27.5″ mikoskorin Schwalbe með 2 nagla á breiddina:  8.500,-

28″  mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  8.500,-  fyrir Nashorn hjólin

29″  mikoskorin Schwalbe með 4 nagla á breiddina:  9.800,-

27,5 ” og  29″ með nagla á tökkum, Schwalbe 4 naglar á breiddina:  13.800,-

Jaxlinn:

Að undanförnu hefur verið erfitt að fá nógu mikið af nagladekkjum fyrir Jaxlinn.

Eftirfarandi möguleikar eru í stöðunni:

Hægt er að kaupa gróf dekk og skrúfa naglana á sjálfur.

Ef keypt eru á netinu 26″x4″ dekk með götum fyrir nagla, þá er hægt að nota nagla hjá Aukaraf til að setja í þau.

Topphjól er með dekk á 7.000 stykkið sem hægt er að skrúfa nagla í.

Hjá bike24.com hefur stundum verið hægt að fá 45NRTH nagladekk fyrir Jaxlinn: smellið á: þennan tengil hér.

45NRTH dekkin eru 26″ * 4,60″ og kosta u.þ.b. 25.000 stykkið hingað komin, 50.000 samtals fyrir parið. Þau passa á Jaxlinn og eru flott og traustvekjandi.

Nagladekk eru nauðsynlegt öryggisatriði fyrir vetrarnotkun á rafhjólum. Það er auðvelt að skipta um dekk á Jaxlinum. Munið, þegar dekkin eru sett á gjörðina, að það skiptir máli í hvaða stefnu dekkin snúa.

Bike24.com vefsíðan hefur reynst traust og er með góð verð. Þeir taka lítið aukalega fyrir flutning til Íslands, um 5% til 10%, og bæta ekki við VSK. Pósturinn afgreiðir sendingarnar frá þeim og leggur VSK og önnur gjöld á vöruna, ca. 35%. Pantanir frá Bike24.com skila sér hingað á u.þ.b. 2 vikum.

Örninn hefur verið með nagladekk af gerðinni Gnarwhal. Þau passa ágætlega á Jaxlinn. Sjá nánar: Gnarwhal nagladekk.

 

 

 

 

Sæti

Vandaður sporthnakkur, frekar mjór: 950,-

Fyrir þá sem eru léttir á sér og sitja jafnvel ekki allan tímann.

Meðal stórt sæti: 3.500,-

Þetta sæti er vinsælast:

 

Stórt sæti með mikilli fjöðrun: 7.500,-.

Á svona sæti er hægt að hjóla klukkustundum saman án þess að þreytast.

 

Flennistórt sæti:  9.500:

Það mýksta og þægilegasta á markaðnum.