Genius 2

Öflugt alhliða hjól fyrir margbreitilegar íslenskar aðstæður, jafnt í borg sem utan vega.

Pottþéttir íhlutir frá mörgum af heimsins bestu gera hjólið að sannkallaðri merkjavöru:

Tilboð: Þetta hjól er hægt að fá á nagladekkjum og sumardekkin fylgja með.

 

Genius 2 :

 • Gírar: SHIMANO Altus 24 gíra
 • Batterí: lithium 36 volta, 10,4 Ah, 374 Wh.
 • Gaffall: SUNTOUR SF15
 • Mótor: Bafang 36V/250W afturdrif
 • Tvær stærðir : 27,5″ og  29″
 • Tveir litir: grásanserað og drapplitað.
 • Fylgihlutir innifaldir: bretti, böglaberi,  ljós, bjalla, standari
 • Drægni á einni hleðslu:  u.þ.b. 50 km
 • Þessu hjóli fylgir auka hnakkur að eigin vali, sjá neðst á síðu

Txed , drapplitað: 245.000,-

Txed,  grásanserað: 245.000,-

Þessu hjóli fylgir auka hnakkur að eigin vali:

 

 

 

 

 

 

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batterí.

 

Genius 3

Genius 3

160.000, í kassanum, 85% samsett, eða 170.000, samsett og tilbúið til notkunar en án bretta og böglabera.

Bretti og böglaberi eru seld sér: Brettin samtals: 3.000. Böglaberi: 3.000. Ásetning: 5.000 hvort. Samsett með brettum og böglabera kostar það því 186.000.

Ef hjólið er keypt í kassanum þá þarf að setja framhjól, stýri og pedala á það. Fyrir flesta er þetta lítið mál. Leiðbeiningar fylgja. Einnig er hægt að fá hjólið full samsett.

Ekki er val um mismunandi sæti, en hægt að kaupa öðruvísi sæti á 3.000

Þetta er ódýrari útgáfa af Genius hjóli, en stendur samt fyllilega fyrir sínu.

Helsti munurinn er að mótorinn er 250W frá Mxus (en ekki frá Bafang eins og á hinum Genius hjólunum.) Ekki er val um mismunandi sæti. Aðeins er um einn lit að velja, drapplitað.

Öflugt alhliða hjól fyrir margbreitilegar íslenskar aðstæður, jafnt í borg sem utan vega.

Pottþéttir íhlutir frá mörgum af heimsins bestu gera hjólið að sannkallaðri merkjavöru:

 • Gírar: SHIMANO Altus 24 gíra
 • Batterí: lithium 36 volta, 10,4 Ah, 374 Wh.
 • Gaffall: SUNTOUR SF15
 • Mótor: Mxus 36V/250W afturdrif
 • Tektro bremsur
 • Stærðir : 27,5″ og 29″.
 • Einn litur: drapplitað.
 • Fylgihlutir innifaldir: bjalla, standari, hleðslutæki
 • Bretti og böglaberi eru seld sér: Bretti: 4.000. Böglaberi: 4.000
 • Drægni á einni hleðslu:  u.þ.b. 50 km við góð skilyrði og sumar hita.

Á þessari mynd er hjólið með orginal sæti, bretti og böglaberi eru ekki innifalin í verði:

Á eftirfarandi mynd er ekki orginal sæti:

Tog eða kraftur

Til að koma hjóli af stað þarf ákveðið vogarafl sem kallað er tog. Ef hjólið er án rafmagns, kemur þetta afl einfaldlega frá manninum þegar hann stígur á pedalana. Þá fer hjólið af stað og þetta hefur aldei verið neitt vandamál.

Á rafhjólum er það samanlagt tog manns og mótors sem kemur hjólinu af stað. En eftir fyrstu metrana er það krafturinn sem skiptir máli. Togið hefur þá lítið sem ekkert að segja. Til dæmis þegar farið er upp bratta brekku, þá er það krafurinn mótorsins sem skiptir öllu máli.

Ef gúglað er “torque vs power” og svarinu snarað á íslensku með google translate þá kemur þetta upp:

Í hjólabúðum eru sölumenn farnir að gera mikið úr mikilvægi togsins. Þetta stafar af því að nú eru allir að selja hjól með sama krafti, 250W, vegna laga um hámarks kraft rafhjóla sem nota má á stígum. Það er því ekki hægt að metast um kraftinn, nánast öll rafhjól eru 250W.

Togið hefur því fengið það hlutverk að hafa eitthvað til að metast um. “Okkar hjól eru með svona mikið tog.” Togið er meira í hjólum með miðjumótor og þau hafa því vinninginn yfir afturhjólamótorshjól ef eingöngu er horft á tog. Þörfin fyrir tog er aftur á móti afar lítil. Það hefur aldrei verið vandamál að koma reiðhjóli af stað.

Þess má geta að sumir nýjir bílar eru með tog upp á 90 Nm, svipað og hjá sumum rafhjólum. Það segir sig sjálft að rafhjól þarf ekki jafn mikið tog og bíll sem er 100 sinnum þyngri og fær ekkert afl frá manninum.

Ástæða þess að miðjumótorinn státar af miklu togi, er sú staðreynd að mótorinn byggist upp á mörgum tannhjólum, sem notuð eru til að gíra niður snúninginn á littlu rellunni. Það er hliðarverkun þessarar niðurgírunnar sem leiðir til mikils togkrafts. En afturhjólamótorinn notar hins vegar engin  tannhjól til að gíra niður snúninginn, heldur fer krafturinn beint út í afturhjólið. Togið verður hóflegt við þessa beinu yfirfærslu á kraftinum, eða um 30Nm.

Gallinn við miðjumótorinn er sá, að viðhald getur orðið mun meira. Fyrir flesta er ávinningurinn ekki nógu mikill til að réttlæta aukið viðhald.

Yfirleitt er ekkert vandamál að koma hjóli af stað. En það að auka hraðann, viðhalda honum og fara upp brekkur, það er raunverulegt vandamál. Krafturinn, ekki togið, skiptir máli þegar komast þarf upp brattar brekkur. Það getur því verið mikilvægur kostur að hafa góða Power/Normal/Eco stillingu á rafhjólinu. Það munar um aukinn kraft, þegar farið er upp brattar brekkur. Forward rafhjólin frá Topphjólum eru einmitt með afar góða Power stillingu. Þau skáka því miðjumótorshjólunum heldur betur, á því sviði.

Gerum ekki aukaatriði að aðalatriði.

Hjólamarkaðurinn hefur áður verið fullur af rugli. Oft er lítill skilningur á hinum venjulega notanda. Allt miðast við keppnismanninn:

 • Fólk hefur átt að sitja á örmjóum sætum, sem geta valdið verkjum í margar vikur. Topphjól býður aftur á móti upp á stór og þægileg sæti fyrir þá sem það vilja.
 • Fólk hefur átt að sitja hornrétt fram þegar það hjólar, en sú stelling veldur verkjum í öxlum og mjöðmum hjá mörgum. Jú, vissulega sitja þeir svona í Tour de France.
 • Fólk hefur átt að borga stórfé aukalega, til þess eins að létta hjólið um aðeins 100 grömm. Aðeins keppnismenn hafa gangn af svo léttvægu atriði.
 • Og nú er það miðjumótorinn. Fólk á að fara út í miklu meira viðhald, til dæmis á keðjum og mótor, til þess eins að fá meira gagnslaust tog.

 

 

 

 

Borgarhjól

UPPSELT

Klassískt borgarhjól 169.000:

 • Gírar: 7 gíra Shimano Tourney 7s.
 • Batterí: 36V, 10,4 Ah, 374 Wh.
 • Drægni við góð skilyrði: 50 kílómetrar.
 • Stjórnkerfi: 5 aflstyrkleikar á mótor, LED skjár, hraðamælir, vegalengd, tími.
 • Diskabremsur.
 • Fylgihlutir innifaldir: bretti, böglaberi, standari, keðjuhlíf, fram- og afturljós, bjalla, glitaugu.
 • Litir í boði: blá og grásanseruð, sjá myndir: