Stormur

Tilbúið til notkunar: 299.000 +VSK 71.760 samtals 370.760. (VSK verður væntanlega endurgreiddur af Orkusjóði.)

Öflugt hjól fyrir margbreitilegar íslenskar aðstæður, jafnt á malbiki sem marlarstígum.

Hæð notanda getur verið frá 165 til 195 cm.

Stýrið er með stillanlega hæð og beygir aðeins aftur, þannig að ekki þarf að beyja sig mikið fram, heldur situr notandinn tiltölulega uppréttur.

Tæknilýsing:

  • Grind: Álblanda sem gefur léttleika og góða endingu til lengri tíma.
  • Gírar: 9 gíra Alivio skiptir frá Shimano, sem er stæðsti gíraframleiðandi heims.
  • Hágæða kassetta: Shimano CS-HG400 9 gíra
  • Mótor: Bafang RM G060, Kraftur: 250W og Tog: 80 Nm. Endingargóðir mótorar frá stæðsta mótorframleiðanda heims.
  • Bremsur: glussa diskabremsur.
  • Rafhlaða: 36V, 13 Ah, 468 Wh, lithium ásamt hleðslutæki.
  • Litir: Nú eru í boði hjól sem eru svört / hvít.
  • Áætluð meðal drægni: 50 til 60 kílómetrar við góð skilyrði. Margir þættir hafa áhrif á drægninni rafhjólsins, til dæmis hitastig, vindur og dugnaður notandans. Einnig ef inngjöfin er höfð frekar lágt stillt, þá verður drægnin meiri.
  • Stjórnkerfið er opið og sveigjanlegt þannig að hver notandi getur ákvarðað stillingar eftir sínum hentugleika: fjöldi þrepa og afl á hverju þrepi er stillanlegt.
  • Dekk: KENDA 29″ x 2,35″.
  • Suntour XCM 30 ATB.
  • Fylgihlutir innifaldir: bretti, standari, glitaugu, fram og aftur ljós, böglaberi.

Aukahlutir:

  • Auka 15 AH batterí á 34.000

Ævintýrin bíða