Það ætti að vera regla að fara aldrei að hjóla ef bremsurnar eru bilaðar. Oftast dugar að herða á barkanum eða þrengja bilið milli bremsuborðanna, en stundum þarf að skipta um bremsuborðana.
Einföld og fljótleg aðferð er að losa bremsurnar frá stellinu og skipta þannig. (Einnig er hægt að fara þá leið aðlosa hjólin af).
Hér er sýnd sú aðferð að losa bremsurnar frá stellinu:
Það sem þarf:
- 2 pör af nýjum bremsuborðum. Þeir fást í búðinni , 4 pör í pakka á 5.000 kr.
- Boltalím
- 5 mm sexkantur
- töng með mjóum enda
Byrja á framhjólinu, því það er einfaldara:
- Leggja hjólið á hliðina
- Losa boltana sem festa bremsurnar við stellið (mynd 1). Þá er bremsan laus.
- Rétta endann á splittinu sem heldur borðunum (mynd 2) og draga splittið út.
- Draga bremsuborðana úr slíðrinu (mynd 3)
- Lengja í bremsubarkanum um ca 5 mm
- Setja saman nýju borðana og spennuna og setja á sinn stað (mynd 4). ATH spennan getur verið öðru vísi, en það skiptir ekki máli.
- Það getur verið að nýja splittið passi ekki, setja þá aftur það gamla og muna að beygja endann til að festa það
- Það getur verið að bilið milli bremsuborðanna sé of þröngt. Hægt er að víkka það með stilliskrúfunni á miðju bremsuhúsinu, mynd 8.
- Setja lím á boltana og festa þá á sínum stað (mynd 5).
Mynd 1, bremsur að framan, losa þessa bolta:
Mynd 2, rétta/beygja endann á splittinu:
Mynd 3, taka gömlu borðana út:
Mynd 4, setja nýju bremsuborðana ásamt spennu á sinn stað. Gæta þess að spennan standi ekki út og rekist í bremsudiskinn, það veldur ískri í bremsunum:
Mynd 5, setja boltalím:
Afturhjólið er aðeins flóknara, en þó ekki svo mjög. Það þarf að byrja á að merkja stilliskinnurnar.
- Draga línu með tússpenna yfir bolta og skinnur til að merkja stöðuna (mynd 6)
- Losa boltana (mynd 7)
- Rétta endann á splittinu sem heldur borðunum (mynd 2)
- Draga bremsuborðana úr slíðrinu (mynd 3)
- Lengja í bremsubarkanum um ca 5 mm
- Setja saman nýju borðana og spennuna og setja á sinn stað (mynd 4)
- Það getur verið að nýja splittið passi ekki, nota þá aftur gamla splittið og muna að beygja endann til að festa það (mynd 2)
- Það getur verið að bilið milli bremsuborðanna sé of þröngt. Hægt er að víkka það með stilliskrúfunni á miðju bremsuhúsinu, mynd 8 og mynd 9.
- Setja lím á boltana (mynd 5) og setja þá á sinn stað, stilla skinnurnar eftir línunni (mynd 7). Ekki herða þessa bolta mikið, því bremsuborðarnir þurfa að geta færst aðeins og stillt sig af, eftir því sem þeir eyðast.
Mynd 6, draga línur með tússpenna:
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9:
Sexkantur sem búið er að stytta, kemst á milli bremsu og afturhjólamótors. Þannig er hægt að þrengja eða víkka bilið milli bremsuborðanna og disksins, og stilla þannig afturbremsurnar, án þess að losa hjólið af stellinu: