Alþingi lögfesti nýlega breitingar á umferðalögum.
Þar kemur fram að ólöglegt verður að breyta hámarkshraðastillingu rafhjóla og sambærilegra tækja.
Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. umferðarlaga:
a. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Óheimilt er að breyta reiðhjóli búnu rafknúinni hjálparvél, smáfarartæki eða léttu bifhjóli í flokki I svo að mögulegur hámarkshraði þess undir vélarafli verði meiri en 25 km á klst. og er notkun þeirra þá óheimil. Einnig er óheimilt að breyta léttu bifhjóli í flokki II svo að mögulegur hámarkshraði þess undir vélarafli verði meiri en 45 km á klst. og er notkun þess þá óheimil.
b. Á eftir 1. málsl. 9. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Vinnueftirlitið annast þó markaðseftirlit með smáfarartækjum.
–
Það er því komið í lög að bannað sé að hækka harðastillingu rafhjóla.
Þarna er verið að fjalla um hámarkshraða “undir vélarafli“, þ.e.a.s. það má alveg fara hraðar en 25 km/klst, en mótor hjólsins verður að hætta að styðja við þegar 25 km hraða er náð.
Það er leyfilegt að fara hraðar en 25 km/klst með afli hjólarans, ekki mótorsins.
En það vekur jafnframt athygli mína að ekkert er sagt um breytingar á krafti hjólanna, sem er hið besta mál.
Gervigreind notuð á hjólreiðamenn
Samkvæmt frétt mbl.is þá freistast sumir hjólreiðamenn til að fara Hvalfjarðargöngin á hjólum sínum.
Nú er farið að nota gervigreind í þeim tilgangi að hafa hendur í hári þeirra.
Svona eru víst reglurnar og við verðum að fylgja því.
Ég sé ekki alveg hvernig hægt er að hafa þetta öðruvísi.
Visir.is segir frá því að ný göng hafi verið opnuð á Arnarneshæð.
Þetta eru gleðileg tíðindi, en betur má ef duga skal.
Aðstaða fyrir hjólandi fólk er enn afar bágborin víðast hvar. Það þarf að stíga risa skref í framfaraátt ef fá á fleiri til að fara ferða sinna á hjólum. Aðstæður hér á landi eru einnig mun erfiðari en í öðrum löndum, því þurfum við að gera enn betur. Upphitaðir stígar og skjólgöng ættu að vera sjálfsagðir. Þess meira sem gert er, þess fleiri fara að hjóla. En það sjá allir ofsjónum yfir því ef eitthvað er gert fyrir hjólandi fólk.
Þessi málaflokkur hefur verið í fjársvelti í áratugi, og tími til kominn að taka vel á því og koma hlutunum í viðunandi horf.
Mbl.is segir frá því að 45% aukning hafi orðið í notkun hjóla milli ára.
Þetta eru vissulega ánægjulegar fréttir, en þó sjá allir að afar fáir eru á reiðhjólum miðað við alla bílana.
Bílarnir eru frábærir og verða um ókomin ár undirstaðan í okkar samgöngum. Vandamálið er, að það er ekki pláss fyrir fleiri bíla á höfuðborgarsvæðinu. Því verðum við að vinna að öðrum lausnum til viðbótar við akstur bíla.
Nánast allar borgir eru farnar að setja skorður við notkun bíla. Einfaldlega vegna þess að það er ekki pláss fyrir þá alla. Það er því allra hagur að gera betur við reiðhjólamenninguna. Einnig má hafa í huga að í áratugi var nánast ekkert gert fyrir reiðhjól, meðan milljarðarnir fóru á ári hverju í að byggja upp fullkomna aðstöðu fyrir bíla.
Hjartalíf er með áhugaverðan pistil um ágæti rafhjólreiða. Þar er vitnað í erlenda rannsókn sem sýnir að rafhjólanotkun skilar álíka heilsufarsávinningi og notkun venjulegra hjóla.
Meðal annars lækka líkur á hjartaáfalli og mörgum öðrum sjúkdómum hjá þeim sem hjóla, samkvæmt því sem fram kemur í pistlinum.
Hafa má í huga, að rafhjólin opna möguleika fyrir marga sem ella gætu ekki verið að hjóla.
Mbl.is segir frá því að lögreglan hafi í 2 ár ekkert unnið í máli hjólreiðamanns sem keyrður var niður á Laugaveginum.
Það er athyglisvert í málinu að maðurinn var viljandi keyrður niður og því er augljóslega um mjög alvarlegt brot að ræða.
Einnig er óþægilegt að vita til þess að lögreglumaður var með kjaft og stæla við þann sem keyrður var niður, eins og kemur fram í fréttinni.
Mbl.is segir frá því að hjól séu nú orðin fleiri á götum Parísar en bílar.
Meðal annars kemur fram í fréttinni að yfirvöld hafi lagt mikla áherslu á að fjölga hjólastígum.
Spurning hvort ekki þurfi einnig hér á landi að stórauka kraftinn í gerð hjólastíga.
Höfundur: Sveinn Pálsson, sölumaður hjá Topphjólum.