“Eru hjólin frá Kína?”

Eftir að hafa keypt hjá mér hjól í sumar, kom kaupandinn strax daginn eftir í búðina til mín og spurði: “Eru hjólin frá Kína?”

Já sagði ég, þau eru framleidd í Kína eins og ýmsar aðrar vörur. Ég sagði honum að til dæmis Amerísku TREK hjólin væru flest framleidd í Kína og Tævan. (1) Síðan ræddum við málin og hann hafði um margt að spyrja varðandi hjólin og augljóst að mikil tortryggni var komin í gang. Hann hafði farið með hjólið í vinnuna og félagarnir töluðu niður hjólið, sérstaklega á þeirri forsendu að það væri frá Kína.

Síðan hefur hann oft komið til mín að ræða málin og í vikunni kom hann við hjá mér og sagði að Forwardinn hans stæði sig best af hjólunum á vinnustaðnum. Nýjasta fréttin væri, að mótorinn á dýrasta hjólinu væri ónýtur.

Það geta sem sagt öll hjólin bilað, líka þessi dýrustu. Og þessi dýru eru jafnvel líka framleidd í Kína.

The Trek brand of bikes is a major industry player in the United States. After spending a number of years manufacturing its products in the US in its first manufacturing plant in Wisconsin, the company moved the production of entry and middle-level bikes to Asia.

Nowadays, all of their bikes are made in Taiwan and China, except for the Madone 6 series.

Heimild:

bicycleuniverse.com