Bremsur sem klemma utan um gjörðina, svonefndar V-bremsur eru algjörlega óhæfar á rafhjól.
Þegar rignir renna þær á gjörðinni og bremsa afar illa.
Það er lágmark að það séu diskabremsur og best ef það eru diska- og vökvabremsur. Þær bremsa best og þurfa minnst viðhald.
2. Staðsetning mótors
Ef mótorinn er í framgjörðinni, þá fer rafhjólið að spóla upp brekkur, sérstaklega í möl.
Við íslenskar aðstæður gengur það ekki, að mínu mati.
Að hafa mótorinn í miðjunni hefur verið vinsælt. Það hefur þann stóra galla að sífellt þarf að skipta um keðju á hjólinu.
Því er afturhjólamótorinn lang besti kosturinn fyrir notendur sem ekki vilja stússa í viðgerðum.
3. Staðsetning rafhlöðu
Í flestum tilfellum er í lagi að hafa rafhlöðuna á böglaberanum.
Gallinn er reyndar sá, að hjólið getur orðið óstöðugt ef farið er á miklum hraða í ójöfnur. Ég mæli því ekki lengur með þannig útfærslu. Það hafa komið fram kvartanir frá notendum og ábendingar frá sérfræðingum.
Topphjól selur því ekki lengur hjól með þessa útfærslu.
Betri útfærsla
Á rafhjóli sem nefnist Dísin er að mínu mati komin betri útfærsla.
Vökva + diska bremsur eru miklu öruggari, afturhjólamótorinn er betur staðsettur og rafhlaðan innfeld í stellið á frábærum stað.