Að stilla diskabremsur

Ef hjólið bremsar illa eru eftirfarandi möguleikar líklegastir:

1. Tognað hefur á barkanum

  • Hraðstilling er á bremsuhandföngunum (mynd 5). Snúa mjóu rónni frá höldunni til að herða á barkanum.  Snúa breiðu rónni í hina áttina til að festa. Önnur hraðstilling er við bremsuhúsið, sjá ofarlega til vinstri á mynd 2.
  • Stytt í barkanum: Gott er að merkja fyrst með tússlit nálægt festingunni á barkanum við bremsuna, til að geta séð hvernig barkinn færist til þegar búið er að losa hann. Einnig er gott að færa rærnar á handföngunum á upphaflegan stað, áður en maður styttir barkann. Stytta í barkanum með því að losa sexkant skrúfuna sem heldur endanum á barkanum (skrúfan sést neðarlega til vinstri á mynd 2), færa barkann til á festingunni um ca. 10 mm og herða aftur.

2. Bremsuborðarnir hafa eyðst en eiga ennþá töluvert eftir

Borðarnir slitna smám saman og þá eykst bilið milli þeirra og diskana. Þetta bil má þrengja með því að herða krómaða stilliskrúfu í miðju bremsuhússins. Þetta getur þurft að endurtaka.

Gott er að hafa sexkant sem búið er að stytta til að komast á milli afturhjólamótors og bremsu:

3. Bremsuborðarnir eru búnir

Þá þarf að losa bremsurnar af og endurnýja borðana.

Sjá sérstaka síðu um að skipta um bremsuborða.


Stillingar vegna aukahljóða frá bremsum:

Oft geta bremsuborðarnir verið að nuddast við diskinn og valda hljóði og óþarfa sliti.

Það getur verið ágætt að snúa hjólinu á hvolf á gólfinu. Setja fyrst eitthvað, t.d. viðarkubba, þar sem höldurnar koma við gólfið, svo að þunginn lendi á höldunum en ekki á stjórntækjum hjólsins.

1. Bremsuborðar stilltir

Með því að slaka á krómskrúfunni á mynd 1 færast bremsuborðarnir fjær disknum. Þetta dugar oft til að leysa málið.

Mynd 1:

Ef stilla þarf bremsuskrúfuna á afturhjólinu, er gott að vera með sexkant sem búið er að stytta:

2. Ljósop stillt með augunum

Losa örlítið festiskrúfur bremsunnar, mynd 2. Setja blað á bak við og færa bremsuhúsið þannig að ljósbil sé báðu megin við diskinn, mynd 3.

Bremsa meðan maður festir skrúfurnar, en herða ekki of mikið því bremsupúðarnir þurfa að getað stillt sig af.

Mynd 2:                                    Mynd 3:

3. Ef diskurinn er undinn

Ef hljóðið kemur og fer meðan hjólið snýst, þá getur diskurinn verið undinn. Merkja á diskinn hvar hljóðið kemur, mynd 4.

Beygja diskinn lítillega á þeim stað þar sem merkið er, annað hvort með höndum eða töng. Fara mjög fínt í þetta, því væntanlega er vindingurinn á disknum mjög lítill.

Mynd 4:

 

4. Stytta eða lengja í barka

Ef bremsur eru of slakar (eða stífar) þá eru nokkrar leiðir til að stytta (eða lengja) í barkanum.

  • Hraðstilling er á bremsuhöldunum (mynd 5). Snúa rónni frá höldunni til að herða á barkanum.
  • Önnur hraðstilling er við bremsuhúsið, ofarlega til vinstri á mynd 2.
  • Hægt er að stytta í barkanum með því að losa sexkant skrúfuna neðarlega til vinstri á mynd 2. Gott er að merkja fyrst með tússlit á barkann.

Mynd 5: