Meðferð rafhlöðu

Lithium batteríin á rafhjólunum geta haft ágæta endingu ef vel er með þau farið.

Hér á eftir eru nokkrar ábendingar sem lengt geta líftímann:

 

1 Hlaðið rafhlöðuna

Ef rafhlaðan er geymd óhlaðin, dregur úr endingu hennar.  Best er því að hlaða rafhlöðuna eftir notkun.

2 Langtíma geymsla

Í langtíma geymslu er best að hafa rafhlöðuna hálf hlaðna, eða á bilinu 30% til 80%. Það lekur alltaf af hleðslunni, þannig að maður setur rafhlöðuna í geymslu ca. 80% hlaðna og skoðar hana aftur eftir ca 3 mánuði. Ef hleðslan hefur lækkað í ca. 30% er ágætt að hlaða aftur í ca. 80%.

3 Haldið rafhlöðunni hreinni og þurri

Rafhlöðurnar þola vel rigningu, en best er að halda þeim þurrum og hreinum eftir því sem kostur er, til að daga úr hugsanlegri tæringu.

4 Forðist mikinn hita

Það dregur úr endingu rafhlöðunnar ef hún er geymd á heitum stað. Forðist því að geyma hjólið nálægt ofni eða í miklum hita.

5 Opnið ekki batteríið

Lithium efnið í batteríinu er afar eldfimt og getur því verið hættulegt. Best er að láta sérfræðinga um að opna það, ef þess gerist þörf.