Stillingar mælaborðs

Á þessari síðu eru leiðbeiningar varðandi 3 tegundir af skjám. Farið neðar á síðuna til að finna rétta skjáinn.

Stór skjár fyrir Dísina, Storminn, Jaxlinn o.fl.

 

Skjárinn heitir: KD716 (Hægt er að finna leiðbeiningar á ensku með því að leita að “KD716 manual”, einnig hægt að fá bæklinginn í tölvupósti frá topphjol@gmail.com)

     

    1. borð: Almennar aðgerðir sem ekki breyta virkni rafkerfisins
      “+” hnappurinn hækkar inngjöfina og “-” lækkar inngjöfina (hjálpina)
      Nota i hnappinn til að fletta á milli upplýsinga. Getur sýnt meðalhraða, hámarkshraða, vegalengd, tíma og kraft í wöttum
      Ef – takka er haldið inni, þá fer mótorinn af stað og hjólið fer á 6 km hraða.

Endursetja verksmiðjustillingu: Halda inni – og i í 2 sek. Velja með + takkanum: dEF-y og halda inni i takkanum í 2 sek.

     

    1. borð: Hér er hægt að núlla teljara, breyta birtu á skjá og velja mílur eða kílómetrar
      Ýtið á “+” og “-” samtímis í 2 sekúndur
      tC-n, velja tC-y með – eða + til að núlla vegalengd, trip Clear, festa með því að halda inni i
      bL-2 til að stilla birtustig á skjánum (backlight). 1 er minnsti ljósstyrkur, 3 er max.
      U-2 til að sýna hraðann í km/klst

    1. borð: Hér er hægt að stilla inn stærð dekkja eða hámarkshraða:
      Ýtið á “+” og “-” samtímis í 2 sekúndur
      Strax þar á eftir, ýtið á “-” og “i” samtímis í 2 sekúndur
      Velja með i hnappnum, velja Ld ef stilla á þvermál, Stormur er 28, Dísin er 26
      Velja LS ef stilla á hraða. Hámark innanbæjar er 25 km/klst
      Nota + eða – til að stilla. Halda i inni til að festa og fara út.

    1. borð: Hér er hægt að stilla straum, inngjöf, túlkun á stöðu rafhlöðu, biðtíma o.fl.
      Átta mismunandi aðgerðir eru á 4. borði, flestar eru ekki áhugaverðar fyrir venjulega notkun
      Ýtið á “+” og “-” samtímis í 2 sekúndur
      Ýtið aftur á “+” og “-” samtímis í 2 sekúndur
      Veljið aðgerð með + og – tökkunum

Að fínstilla þrepin í inngjöfinni (PAS level):
Finnið SCa með því að ýta á + eða –
Þegar skjárinn sýnir SCa, ýtið á i til að fara inn í stillingar
Notið i hnappinn til að velja tiltekið þrep í inngjöfinni, notið + og – til að stilla inn kraftinn í prósentum sem á að vera á því þrepi.
Dæmi um stillingu á þrepum: 1:20%, 2:30%, 3:50%, 4:75% og 5:100%
Ýtið snögt á i hnappinn til að fara í næsta þrep og lengi á i hnappinn til að fara út
Að fínstilla hámarks straum (amper), jafngildir að breyta kraftinum
Ýtið á “+” og “-” samtímis í 2 sekúndur
Ýtið aftur á “+” og “-” samtímis í 2 sekúndur
Finnið Cur með því að ýta á + eða –
Þegar skjárinn sýnir Cur , ýtið á i til að fara inn í stillingar
Notið + og – til að stilla inn hámarks straum inn á mótorinn, t.d. 17 amper, en hægt er að fara upp í 22A
Notið i hnappinn til að fara út

VOL er til að breyta því hvernig spennumæling rafhlöðu er sýnd á skjánum.

PAS er til að velja pedala-skynjara. EKKI FIKTA Í ÞESSU. Skal vera stillt á “run-F”

SPs hafa stillt á SPS-01
Hnd er fyrir aðra tegund af inngjöf, ekki raunhæft
SYs stilla seinkun. Er stillt á 3 sek, ekki breyta. Hafa stillt á dLy-3 (Delay time 3 sec) nema maður vilji hafa enn lengri biðtíma
PSd

ATHUGIÐ: skjárinn sýnir stöðu rafhlöðunnar í prósentum.
Þegar rafhlaðan er komin niður í 20% þá stöðvar skjárinn strauminn, til að verja rafhlöðuna fyrir því að tæmast.
Þetta virkar því þannig, að þegar rafhlaðan sýnir t.d. 30% þá eru aðeins 10% eftir af nýtanlegu afli
Það er örstutt í að mótorinn stöðvist þegar mælirinn sýnir 30%
Prósentutalan er því mjög villandi og flöktir einnig mjög mikið
Þetta er til ráða:
Ef inngjöfin (hjálpin) er hátt stillt, þá er prósentutalan mjög óstöðug og getur lækkað hratt
en um leið og inngjöfin er lækkuð, þá verður prósentutalan stöðug
Ef skjárinn sýnir að rafhlaðan sé að nálgast 30%, þá er best að lækka inngjöfina niður í 1 eða 2
til að rafhlaðan nái jafnvægi og falli ekki niður fyrir 20% á skömmum tíma

(Hugsanlegt er að VOL stillingarnar hafi áhrif á drægnina, en gera þarf frekari prófanir til að fá það staðfest)
(Farið varlega í að breyta VOL stillingum, því Error getur komið upp)

Lítill skjár fyrir Jaxlinn, e-Times City, Folding og Forward o.fl.

Skjárinn heitir KD58C. (Hægt er að finna leiðbeiningar á ensku með því að leita að “KD58C manual”)

Fínstillingar á virkni hjólsins

Það getur verið óþægilegt ef rafmótorinn kemur inn af of miklum krafti þegar lagt er af stað, þannig að maður kippist alveg af stað.

Verksmiðjustillingin er í sumum tilfellum full hátt stillt á lægri þrepunu, t.d. að 1. þrepið sé með 65% afl, sem að mínu mati er allt of hátt. Þetta er hægt að lækka í mælaborðinu.

Ræsing hjólsins

Miðjutakkinn er til að ræsa hjólið. Þá ertu á 1. borði.

Það eru einnig 2. og 3. borð sem farið er á með því að halda inni plús og mínustökkunum samtíms, sjá hér fyrir neðan.
1. borð:

+ (plús) takkinn er til að auka inngjöfina.

– (mínus) takkinn er til að lækka inngjöfina

Flett með því að ýta á miðjutakkann. Þannig skoðar maður uppsafnað kílómetrastöðu og kílómetrastöðu sem hægt er að núlla með Clear Trip, sjá hér fyrir neðan. Einnig koma þarna fram upplýsingar um hámarks hraða síðan mælirinn var ræstur og fleira.
2. borð:
Ýtið samtímis á – og + takkana.

Þá kemur upp:

– Clear Trip hreinsa síðustu ferð úr mynni
– Set Unit velja einingu, mílur eða kílómetrar
– Set WD setja inn þvermál dekkja
– Set LS stilla hámarks hraða, skal ávalt vera 25 km/klst
– Set Voltage ekki er mælt með því að eiga við þessa stillingu. Breytingar geta valdið því að mælirinn frýs og þá þarf að fara á verksmiðjustillingu. Stillir eingöngu hvernig skjárinn sýnir hleðslu batterísins eftir því sem spenna þess lækkar og það tæmist, en ekki spennuna á rafhlöðunni.. ( ATH: Þetta breytir engu um það hvernig batteríið tæmist, eingöngu hvernig hleðsla þess er sýnd á skjánum eftir því sem það tæmist og spenna þess lækkar.)

3. borð:
Ýtið aftur samtímis á – og + takkana.

Þá kemur upp: **Specific Set**

Velja með því að ýta á plús takkann.

– Power Set
– Current Set 15A = 250W
– Assistant num

3. 1-Power Set, er til þess að stilla þrepin í inngjöfinni.

Ýtið á miðju takkann og svo aftur á miðju takkann.

Þá er hægt að lækka niður verksmiðjustillingarnar á lægstu gírunum, því þær geta verið óþægilega háar.
4. Setjið inn öruggari, jafnari og þægilegri stillingu.
Dæmi:

Undir ***Power Set*** 5-1- stilla á 20% í stað 65% , ýta á mið takkann til að festa breytinguna.

Undir ***Power Set*** 5-2- stilla á 40% , ýta á mið takkann.

Undir ***Power Set*** 5-3- stilla á 60% , ýta á mið takkann.

Undir ***Power Set*** 5-4- stilla á 80% , ýta á mið takkann.

Undir ***Power Set*** 5-5- stilla á 100% , ýta á mið takkann.
5. Enda á því að halda inni mið takkanum.

Skjár á Völu rafhjóli


Skjárinn heitir: G51 (Hægt er að finna leiðbeiningar á netinu með því að leita að “bike G51 display manual”)
Framleiðandi: SCIWIL

Halda inni M hnappinum til að ræsa skjáinn

Almennar aðgerðir sem ekki breyta virkni rafkerfisins
“+” hnappurinn hækkar inngjöfina og “-” lækkar inngjöfina (hjálpina)
Ef – takka er haldið inni, þá fer mótorinn af stað og hjólið fer á 6 km hraða.
Halda inni + takka til að kveikja og slökkva á ljósunum
Ýta aftur og aftur á M hnappinn til að fletta á milli upplýsinga.
Þessar upplýsingar er hægt að sjá með því að fletta með M hnappnum:
ODO Heildar akstur
TRIP Akstur síðan kveikt var á skjánum
VOL Spennan á rafhlöðunni (um 36V, getur verið hærra en lækkar þegar hleðslan minnkar)
CUR Straumurinn til mótorsins, (krafturinn)
T1 Tími síðan hjólið var ræst


Að breyta stillingum:

Ýta samtímis á “+” og “-” til að opna fyrir breytingar

Ýta aftur og aftur á M hnappinn til að fletta

P01 Stilla ljósstyrkinn á skjánum
P02 Kílómetrar (0) eða mílur (1)
P03 Ekki breyta. Spennan á rafhlöðunni, skal vera óbreytt, 36V
P04 Slekkur á sér tími, 0 er aldrei, 1 er 1 mínóta o.s.frv.
P05 Ekki breyta, stilling á inngjöf
P06 Stærð dekkja, skal vera 28,0 tommur
P07 Ekki breyta, hafa 0006 — Motor Magnets Number (for Speed Test)
P08 Hámarks hraði, 25 km/klst.
Hugsanlega óvirkt, hámarks hraða getur verið stýrt af aðal tölvuborði hjólsin, controller
Athugið að samkvæmt lögum má ekki hækka hámarkshraða yfir 25 km/klst
P09 Ekki breyta Direct Start / Kick-to-Start Setting 0: Direct Start 1: Kick-to-Start
P10 Ekki breyta Drive Mode Setting, hafa stillt á 0 (pedalar þurfa að snúast til að mótor gangi)
P11 Ekki breyta (Pedal Assist Sensitivity (Range: 1-24))
P12 Hér er hægt að stilla inn kraftinn á fyrsta þrepi í hjálpinni

Sumum finnst kraftuinn of mikill þegar farið er af stað, hér er hægt að lækka hann.
Lægsta þrep getur verið 0 til 5, (Pedal Assist Starting Intensity (Range: 0-5))
Ef maður vill lækka fyrsta þrepið, setja inn 1 eða 2 eða 3 í staðinn fyrir 5

P13 Ekki breyta (Magnets Number in Pedal Assist Sensor (5 / 8 / 12pcs))
P14 Hámarks straumur í amperum, jafngildir því að stilla hámarks kraft hjólsins.
Verksmiðjustilling er 12A, ágæt stilling er 15A til 17A, max er 20A.

Það hefur áhrif á drægnina ef max straumur er mjög hár og inngjöfin er sett í botn.
Aftur á móti hefur það lítil áhrif á drægnina þó svo að max straumur sé hækkaður,
ef inngjöfin er að mestu höfð lágt stillt og sjaldan hækkað í botn.
Það er því sjálfsagt að hækka hámarks kraftinn, en nota hann hóflega.
Ekki til að auka hraðann, heldur auka stuðninginn upp brekkur.

P15 ekki notað
P16 ODO Clearance, er líklega óvirkt

Ýta samtímis á “+” og “-” til að festa breytingar