Umræðan
Ég tek eftir því á samfélasmiðlum að fólk spyr hvaða hjól sé best að kaupa. Viðkomandi lýsir aðstæðum og segist til dæmis búa á höfuðborgarsvæðinu og ætil að nota hjólið til að fara til vinnu og einnig til útivistar.
Þá stíga oft fram spekingar sem segja að eina vitið sé að fá sér fulldempað rafhjól með miðjumótor.
Um þetta er margt að segja, en fyrst og fremst er algjör óþarfi að fjárfesta í svo dýru hjóli til nota innanbæjar. Svona rafhjóli geta einnig fylgt ákveðin vandræði. Viðhald á miðjumótor er miklu meira en á afturmótor. Einnig getur afturdemparinn valdið óþægilegum upp og niður sveiflum á hjólinu, þó svo að verið sé að hjóla á sléttum vegi. Margir hreinlega læsa aftur demparanum, ef þeir eru innan bæjar.
Óþægindi
Afturdemparinn er ætlaður til að milda höggið þegar lent er eftir stökk á hjólinu. Annars eru þeir bara til óþæginda. Hverjir eru að stökkva á hjólunum? Það eru menn sem eru að leika sér og fara á sérstök stökkbretti upp í fjöllum, en ekki fólk sem er á leiðinni í vinnuna.
Þessi rafhjól eru vanalega með örmjó sæti og beint stýri. Fólk liggur því fram á axlirnar, sem getur verið mjög þreytandi, og situr á afar óþægilegu sæti. Segja má að Jaxlinn, sem Topphjól selur, sé algjör andhverfa við þessa vitleysu. Jaxlinn er með stórt sæti og góðan sætisdempara. Stýrið beygist aftur þannig að þunginn liggur ekki á öxlunum. Allt fyrir þægindi notandans.
Vanalega eru ekki einu sinni bretti á fulldempuðum miðjumótors hjólum, og brettin jafnvel ófáanleg með öllu. Því síður er hafður böglaberi á þessum hjólum. Það segir sig sjálft að þessi hjól eru ekki hönnuð fyrir venjulega notkun, heldur í stökk og keppni.
Aukið viðhald
Miðjumótorinn getur einnig verið til vandræða. Hann fer illa með keðjuna á hjólinu, þannig að notandinn þarf að skipta um keðju einu sinni á ári til að fyrirbyggja að keðjan skemmi tannhjólin. Á hjóli með afturmótor þarf vanalega ekkert að skipta um keðju, eingöngu að smyrja.
Þess má geta að oft fylgir viðgerðarstandur þessum fulldempuðu miðjumótorshjólum. Til hvers ætli hann sé? Jú, framleiðandinn reiknar með því að kaupandinn sé að fá sér hjól til að þjösnast á uppi í fjöllum og sé þar að auki liðtækur í hjólaviðgerðir. Þetta á ekki við um allmenna kaupendur.
Er Topphjól með svona hjól?
Já, Topphjól flytur inn fulldempuð rafhjól. Þau þarf helst að forpanta og fást þá á afar góðu verði.
Myndin sýnir fulldempað miðjumótorshjól.
Það er fis létt, 10 gíra, smíðað úr carbon fiber, og er án bretta og böglabera. Kostar 490.000 í forpöntun.
Óneytanlega er spennandi að prufa, en rafhjólið er augljóslega ekki ætlað til hversdagslegra bæjarnota.
Höfundur pistils
Sveinn Pálsson
Sölumaður hjá Topphjólum