Um Rafhjól

Rafhjólin Okkar

Til að tryggja gæði hjólanna sem mest eru íhlutirnir frá mörgum af heimsins bestu framleiðendum, meðal annars: Shimano gírar, Samsung batterí, Tectro bremsur og Suntour demparar.

Hjólin eru af tegundinni TXED, sem framleitt hefur hjól frá árinu 1994. Grindin er úr styrktri álblöndu og sameinar því styrk og léttleika.

Topphjól selur þá tegund rafhjóla sem nota má á göngu- og hjólastígum.

Aflmótora er takmarkað við 250W og mótorinn styður notandann upp að 25 kílómetra hraða. Kraftmeiri rafhjól flokkast sem létt bifhjól. Þannig hjól eiga að notast á umferðargötum. Topphjól selur ekki slík hjól.

Við tryggjum best öryggi okkar með því að vera fjarri bílaumferð þegar við hjólum. Einnig þarf að sjálfsögðu að vera með hjálm og hanska.