Er miðjumótor betri?

Mismunandi staðsetning mótors

Staðsetning mótorsins á rafhjólum er mismunandi, og koma nokkrir möguleikar til greina:

  1. afturhjóls mótor
  2. miðjumótor
  3. framhjóls mótor
  4. bæði aftur- og framhjóls mótor

Allir þessir möguleikar hafa sína kosti og galla.

Í stuttu máli

Afturhjóls mótorinn er góður kostur í flestum tilfellum, ef um er að ræða venjulega notkun á hjólastígum og/eða léttum malarstígum. (1) Mikil reynsla er kominn á afturhjólamótorinn, hann er einfaldur og traustur og reynir ekkert á keðjuna. Bilanatíðni vegna mótorsins er því lág.

Miðjumótorinn nýtur sín best hjá reyndum hjólamönnum í erfiðu fjallasporti. (2) Hann reynir mjög á keðjuna og getur teygt á henni. Það eyðileggur tannhjól gíranna (kassetuna) á stuttum tíma og getur þar með valdið miklu tjóni á hjólinu. Hann er léttari en það skiptir litlu sem engu máli á rafhjólum fyrir venjulega notkun. Aftur á móti fyrir fjallastökk og þess háttar er miðjumótorinn betri. Bilanatíðni er töluvert meiri.

Framhjóls mótorinn hefur tvo góða kosti en einn stóran galla. Kostirnir eru, að mótorinn er ekki á afturhjólinu þar sem gírarnir eru, og einnig er mjög gott þyngdarjafnvægi milli framhjóls og afturhjóls. Stóri gallinn er aftur á móti sá, að hjólið drífur ekki upp brattar malarbrekkur. Framhjólið spólar einfaldlega við þannig aðstæður. Þannig hjól er því nánast ónothæft utanbæjar. Þessi útfærsla er lítið notuð hér á landi en getur verið ágæt þar sem ekki er mikið um brekkur eins og til dæmis í Danmörku og Hollandi. Bilanatíðni vegna mótorsins er í lágmarki.

Rafhjól með drif á báðum hjólum eru ný til komin og lítt þekkt. Þannig útfærsla er óneitanlega flóknari og bilanir verða því tíðari. Stór spurning er hvort það sé einhver ávinningur að hafa tvo veika 125W mótora frekar einn 250W mótor. Reglurnar um rafhjól á göngustígum segja, að hámarks afl sé aðeins 250W og því þjónar það litlum tilgangi, að því er virðist, að skipta þessu takmarkaða afi niður á 2 mótora.

Kostir afturhjólamótors

  • Minna viðhald vegna mótors
  • Hann er ódýr, t.d. ef það þarf að skipta um mótor
  • Hann veldur engu auka álagi á keðju og drifbúnað
  • 250W krafturinn skilar sér betur, enda fer hann beint út í dekkið
  • Góður í meðalbröttum brekkum
  • Góður í borgarnotkun
  • Þolir vel drullu og óhreinindi

Gallar afturhjólamótors

  • Minni togkraftur, sem er slæmt í mjög bröttum brekkum
  • Hjólin eru með ójafna þyngdardreifingu, þ.e. eru afturþung.

Kostir miðjumótors

  • Hann er léttari. Það hefur lengi verið kappsmál að létta hjólin. En deila má um hvort það skipti máli eftir að rafknúin hjól komu til sögunnar, sjá “Niðurstaða” hér neðar á síðunni.
  • Jafnari dreifing á þunga hjólsins
  • Góður togkraftur, sem nýtist aðallega ef farið er á litlum hraða upp brattar brekkur

Gallar miðjumótors

  • Miðjumótorinn veldur stórauknu álagi á keðju og dirfbúnað, vegna þess að öll orkan, bæði frá manni og mótor, þarf að flytjast með keðjunni yfir á afturhjólið. Því eru  keðjuslit algeng og einnig alvarlegar skemmdir á tannhjólum. Eftir 1.200 km þarf að skipta um keðju og eftir 1.500 km er keðjan farin að skemma tannhjól og gíra. Það getur því þurft að skipta um keðju einu sinni eða oftar á ári
  • Minni kraftur vegna orkutaps í tannhjólum og keðju. Þetta skiptir máli, þar sem hámarks leyfilegur kraftur er aðeins 250W. Því er slæmt að þessi kraftur tapist á leiðinni út í afturhjólið.

Reynslusaga

Um daginn kom til mín í búðina, maður á nýlegu og mjög dýru rafhjóli.  Hann var að liðsinna kunningjafólki sínu og úr varð að þau keyptu 2 hjól hjá mér.

Í framhaldinu spjallaði ég við manninn um hjólið hans, en það er frá heimsfrægum framleiðanda. Þá kom í ljós að hann var mjög óánægður með miðjumótorinn. Sagði mótorinn fara illa með keðjuna og að hann ætlaði að losa sig við hjólið sem fyrst.

Hans ummæli studdu því í reynd allar mínar vangaveltur varðandi miðjumótorinn.

Niðurstaða

Fyrir þá sem eru að keppa í hjólasporti og eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir betri árangur, getur verið ágætt að fara yfir í miðjumótorshjól. En það getur kostað meira viðhald. Skipta þarf um keðju árlega.

Fyrir flesta er best að lágmarka vesen, viðhald og kostnað. Þá er afturhjólamótorinn mun betri kostur. Hann er einnig örlítið kraftmeiri en á móti kemur að hann hefur minni togkraft upp brattar brekkur.

Aukin þyngd rafhjólsins getur, að mati höfundar þessa pistils, verið kostur. Sérstaklega er gaman að hjóla frekar þungu hjóli, eins og til dæmis Jaxlinum, og finna hvað það hefur miklu meiri skriðþunga þegar það fer yfir ójöfnur á stígnum. Massinn gefur hjólinu meiri mýkt og stöðugleika. Eftir að rafmagnshjólin komu til, er ekki lengur þörf á því að leggja höfuðáherslu á að létta hjólin, eins og áður var.


Þessi pistill er að nokkru byggður á: Electric hub motors vs mid drive motors

1:  If you are looking at buying an ebike because you want to get back into riding and haven’t ridden much before and you want maximum assistance for less effort then a hub motor will suit you better. The choice of gears you select is not as crucial and you’ll be able to ride in work clothes and not break as big a sweat. The weight distribution is not as nice as a mid drive but you probably won’t care that much anyway.

2:  If you’re an experienced rider and love to pedal hard, don’t want to get less aerobic exercise and your adept with using your bikes gears through all of its range then a mid drive motor is going to suit you. The weight distribution and power delivery of the motor is going to feel very familiar to you. You already understand the technique of correct gear shifting on a bicycle.

tafla yfir kosti og galla

Nokkrir aðrir pistlar

Nýr pistill: Hjólreiðar eru heilsubót

Uppfærður pistill: Kostir hjóla á breiðum dekkjum

Nýr pistill: Er fulldempað miðjumótorshjól betra?

Höfundur

Sveinn Pálsson

sölumaður hjá Topphjólum