Verslun með rafhjól

Öryggi:
Topphjól selur rafhjól sem nota má á göngu- og hjólastígum. 
Afl mótora er 250W og mótorinn styður notandann upp að 25 
kílómetra hraða. Kraftmeiri rafhjól flokkast sem létt bifhjól. 
Þannig hjól eiga að notast á umferðargötum. Topphjól selur ekki 
slík hjól. Við tryggjum best öryggi okkar með því að vera 
fjarri bílaumferð þegar við hjólum. Einnig þarf að sjálfsögðu 
að vera með hjálm og hanska.
Eftirfarandi tegundir eru til í búðinni: 
Genius:
TXED:
Forward XR:
Árgerð 2022
Forward X9: 
Nashorn:

Jaxlinn:E-Times City :  Folding:  _______________________________________________ 
Stuðningur: Hægt er að fá töluverðan stuðning til kaupa á 
rafhjólum. 

1. Mörg starfsmanna- og verkalýðsfélög veita æfingastyrki, til 
dæmis vegna rafhjólakaupa. 
2. Til viðbótar er hægt að fá stuðning frá fyrirtækinu sem unnið 
er hjá, í formi samgöngustyrks. Einnig veita sum fyrirtæki 
vaxtalaus lán til kaupa á rafhjólum. 

Passið upp á reikning og greiðslukvittun til að framvísa þegar sótt 
er um þessa styrki. Alltaf er þó hægt að fá afrit af reikning hjá 
söluaðila, hafi hann glatast. Ekkert mælir gegn því að fá báða 
styrkina og fá þannig nokkuð stóran hluta hjólsins greiddann. 


Gæði: Til að tryggja gæði hjólanna sem mest eru íhlutirnir frá 
mörgum af heimsins bestu framleiðendum, meðal annars: 
SHIMANO gírasett, SAMSUNG batterí, Tectro bremsur og SUNTOUR 
demparar. 
Öll hjólin eru af tegundinni TXED, sem framleitt hefur hjól frá 
árinu 1994. Grindin er úr styrktri álblöndu og sameinar því 
styrk og léttleika. 
_______________________________________________ 
Pistlar til fróðleiks: 
Hvernig stilla má bremsur 
Meðferð rafhlöðu 
Er miðjumótor betri? 
_______________________________________________ 
Umhverfisvænn ferðamáti: Brekkur, rok, rigning og jafnvel blind 
bylur verða minni fyrirstaða sé maður á rafhjóli. En það þarf 
vissulega að gæta þess að vera vel klæddur, í samræmi við 
aðstæður, og ætla sér ekki um of. En það getur jafnvel verið 
gaman að koma í vinnuna eftir smá hark á hjólinu. Þá nýtur maður 
þess betur að hafa góðar vinnuaðstæður innivið meðan stormurinn 
geysar úti. 
_______________________________________________Nashorn:


Hlaupabretti / Göngubretti:
Æfingahjól með sæti 159.000:Staðsetning verslunar:

Bíldshöfði 16, bak við aðalbyggingu

Reykjavík

Sími: 6611902


Flutningur út á land:

Hjólið er sett saman og sett aftur í kassa og sent með Flytjanda/Eimskip á þann afgreiðslustað sem næstur er kaupanda.

Flutningskostnaður, 9.000, jafnt fyrir alla staði, bætist við verð.

Reikningsupplýsingar fyrir Topphjól ehf:

Banki: 526-26-892

Kt: 661198-3119

Senda upplýsingar á email: svenni59@yahoo.com um hvaða tegund sé verið að panta, ásamt nafni og síma.