Gustur

Gustur er breiðdekkja rafhjól með engri slá. Jafnt til notkunar á malbiki sem og malarstígum.

Að mörgu leiti er þetta rafhjól svipað og Jaxlinn, en rafhlaðan er aðeins stærri og drægnin því meiri. Böglaberinn er einnig stærri og einnig bremsuklossarnir. Gírar eru fleiri, 10 í stað 9, og það er ekki þverstöng sem þarf að klofa yfir. En dekk og mótor eru þau sömu og á Jaxlinum.

Þetta hjól er því spennandi valkostur.

Tilbúið til notkunar: 477.400

(Virðisaukaskattur verður hugsanlega endurgreiddur að hluta eða öllu leiti af Orkusjóð. Hann er 92.400 í þessu tilfelli, en það er ekki ljóst ennþá hvernig reglurnar verða.)

Það er auðvelt að vippa sér á þetta flotta rafhjól, þar sem ekki þarf að lyfta fætinum yfir stöng. Tilvalið fyrir bæði konur og karla.

Hæð notanda getur verið frá 165 til 195 cm.

Íhlutir frá sumum af heimsins bestu framleiðendum:

  • Gírskiptir: SRAM SX 10 gíra
  • Batterí: 25 Ah, 900 Wh.
  • Vökvabremsur auka öryggið, Tektro HD-M535
  • RST GUIDE demparar
  • Bafang mótor, RM G060, 80 Nm tog, 250 W kraftur
  • Dekk Kenda Krusade 4X26
  • Sveifarsett: Prowheel, með skiptanlegu tannhjóli. Auðvelt er því að hækka gírun hjólsins.
  • Fylgihlutir innifaldir: bretti, böglaberi, ljós, bjalla, standari
  • Drægni: allt að 100 km, mjög breytileg eftir aðstæðum
  • Hnakkur og sætisdempari eru það besta sem fáanlegt er. Frábær þægindi fyrir notandann.

2 ára ábyrgð á hjóli og batteríi