Jaxlinn 275.000

Jaxlinn, lúxushjól fyrir vandláta

Fjögurra tommu breið dekkin gefa þessu öfluga hjóli aukin stöðugleika og afar gott grip. Hjólið er því gott til notkunnar jafnt innan bæjar sem utan. Stærri mótor gefur því aukinn kraft til að glíma við okkar séríslensku aðstæður, brattar brekkur, ójöfnur og stífan mótvind. Á því er töluvert stærra batterí, sem veitir því aukna drægni.

Stýrið er með stillanlega hæð og beygir aðeins aftur, þannig að ekki þarf að beyja sig mikið fram, heldur situr notandinn tiltölulega uppréttur.

Segja má að hér sé allt gert fyrir mýkt og þægindi. Breið dekk og stór framdempari hafa mikið að segja, en auk þess er mjúkt og þægilegt sæti á þessu hjóli og þar að auki einn besti sætisdempari heims, NCX frá Suntour, þannig að notandinn situr óþreyttur klukkustundum saman. (Sjá mynd af þessum dempara neðar á síðunni.)

Allir fylgihlutir á myndinni eru innifaldir, bretti, böglaberi, ljós o.s.frv.

Nú er boðið upp á fleirri liti, þ.e. rauð sanseruð og grá sanseruð. Blá verða áfram í boði. Sjá myndir hér fyrir neðan.

Þetta hjól ber vel menn í þyngri kantinum.

Tæknilýsing:

  • Grind: Álblanda sem gefur léttleika og góða endingu til lengri tíma.
  • Gírar: 7 gíra Tourney skiptir frá Shimano, sem er stæðsti gíraframleiðandi heims.
  • Mótor: stór Bafang 250W með góðri aukaaflsstýringu. Endingargóðir mótorar frá stæðsta mótorframleiðanda heims.
  • Bremsur: glussa diskabremsur.
  • Rafhlaða: 36V, 17,4 Ah, 620 Wh, lithium ásamt hleðslutæki.
  • Áætluð meðal drægni á einni hleðslu: 55 til 75 kílómetrar. Margir þættir geta dregið úr drægninni, til dæmis hitastig, vindur og dugnaður notandans.
  • Stjórnkerfið er opið og sveigjanlegt þannig að hver notandi getur ákvarðað stillingar eftir sínum hentugleika: 3, 5, 7 eða 9 þrep í aflstyrkleika á mótor og hámarks afl er stillanlegt með Power stillingu, LED skjár, hraðamælir, vegalengd, tími o.s.frv..
  • KENDA dekk 26″ x 4″.
  • ZOOM Forgo stillanlegir glussa demparar.
  • Suntour NCX sætisdempari, einn sá besti í heimi, sjá mynd hér fyrir neðan
  • Fylgihlutir innifaldir: bretti, standari, glitaugu, fram og aftur ljós, böglaberi.
  • Auka 15 AH batterí á 34.000,- sem hægt er að setja á böglaberann, og drægnin næstum tvöfaldast.

NCX sætisdempari frá SUNTOUR.

Sjá umfjöllun um þessi hjól hér á síðu Topphjóla.

2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi

(Möguleiki er að fá nagladekk fyrir þessi hjól, sjá neðst á síðu um nagladekk.)

Ævintýrin bíða