Verð 199.000 kr






Tveggja tommu dekkin gefa þessu sígilda hjóli aukin stöðugleika og betra grip, til notkunnar jafnt innan bæjar sem utan. Stærri mótor gefur því aukinn kraft til að glíma við brattar íslenskar brekkur og mótvind. Og stærra batterí gefur því aukna drægni.
Auk þess er sérlega létt að vippa sér á þetta hjól, þar sem það er með enga þverslá og gott bil milli sætis og stýris.
Stýrið er hátt, þannig að ekki þarf að beyja sig fram og leggja mikin þunga á handleggina, heldur situr notandinn tiltölulega uppréttur. Auðvelt er að stilla hæð stýris og sætis eftir þörfum hvers og eins.
Tæknilýsing:
- Grind: Álblanda sem gefur léttleika og góða endingu til lengri tíma.
- Mótor: stór Bafang 250W með góðri aukaaflsstýringu. Endingargóður mótor frá stæðsta mótorframleiðanda heims.
- Gírar: 7 gíra Tourney skiptir frá Shimano, sem er stæðsti gíraframleiðandi heims.+
- Demparagaffall frá Suntour, sem er leiðandi framleiðandi á því sviði.
- Batterí: 36V, 13 Ah, 475 Wh.
- Áætluð meðal drægni á einni hleðslu: 65 kílómetrar við góð skilyrði. Margir þættir geta dregið úr drægninni, til dæmis hitastig, vindur og dugnaður notandans.
- Stjórnkerfið er opið og sveigjanlegt þannig að hver notandi getur ákvarðað stillingar eftir sínum hentugleika: 3, 5, 7 eða 9 þrep í aflstyrkleika á mótor og hámarks afl er stillanlegt með Power stillingu, LED skjár, hraðamælir, vegalengd, tími o.s.frv.
- Dekk: 2″ x 26″.
- Bremsur: TEKTRO diskabremsur, en þeir eru leiðandi á sínu sviði.
- Fylgihlutir innifaldir: hleðslutæki, bretti, böglaberi, standari, keðjuhlíf, fram- og afturljós, bjalla, glitaugu.
- Litur: rauð eða ljósgrá sanseruð með ljósgrænum línum.
–
2 ára ábyrgð á hjóli, 1 árs ábyrgð á batteríi


