Að stilla V-bremsur

Mikilvægt er að bremsur séu ávallt vel stilltar.

Eftirfarandi á við um V-bremsur:

Ef bremsubarkinn er of slakur, þannig að bremsun er slöpp, þá er fljótlegast að herða barkann með því að snúa krómuðu hringjunum sem eru við bremsuhaldföngin.

Meiri stillingar:

1. Ef bremsubarkinn er ennþá of slakur, þó svo að hert hafi verið á krómuðu hringjunum, þá þarf að stytta í barkanum. Losa sexkant-skrúfuna (1 á mynd hér fyrir neðan) og stytta örlítið í barkanum og herða svo vel á eftir.

2. Tékka á því hvort bremsupúðinn leggist rétt að gjörðinni. Ef það er ekki, losa bremsupúðann (2 á mynd). Hægt er að snúa púðanum á alla kanta og láta hann leggjast vel að gjörðinni. Herða svo vel.

3. Ef bremsurnar rekast í gjörðina þegar ekki er verið að bremsa, þá þarf að herða spennuskrúfuna (3 á mynd), þá færist púðinn fjær. Ef það dugar ekki, þá má herða meira á skrúfunni og slaka á samsvarandi skrúfu hinu megin. Þetta má endurtaka þar til bremsurnar hætta að rekast í gjörðina. Það getur tekið nokkrun tíma að fá þetta rétt. Ágætt er að hjóla smávegis og hafa skrúfjárn með sér og stoppa af og til og stilla betur.