Kostir breiðhjóla (fatbike)

Saga

Breiðdekkja hjól voru upphaflega hönnuð til að hjóla yfir snjó í Alaska, og voru þau því hugsuð sem vetrarhjól. Breiðu dekkin fljóta mun betur yfir snjóinn, sérstklega ef hjólið er sem léttast og notandinn einnig léttur. Mótstaða dekkjanna er vissulega töluvert meiri en á venjulegum hjólum, þannig að það hefur þurft bæði sterka og léttbyggða menn til að hjóla þeim.

Hönnun grindarinnar hefur með tímanum orðið líkari fjallahjólum, sem gerir fólki kleift að nota feithjól á gönguleiðunum á sumrin og fylgja þannig vinum sem eru á venjulegum fjallahjólum.

Framfarir í grindarhönnun og sérstaklega það að bæta inn rafmótor, hafa gert þau að sannkölluðum heilsárshjólum fyir alla, þannig að þau nýtast ekki síður á sumrin og eru ekki síður fyrir þá sem eru í þyngri kantinum, því grindin er öflug, sem og gjörð og teinar.

Til að hafa hjólin sem léttust voru engir demparar, en nú eru komir öflugir vökvademparar og jafnvel sætisdemparar, sem gera þau mun þægilegri í notkun.

Með þessari framþróun hjólsins má segja að þau séu orðinn einn álitlegasti kosturinn sem í boði er, bæði sem samgönguhjól í daglega notkun, og sem fjölnota frístundahjól á malbikuðum stígum, malarstígum og vegum. 

Eiginleikar

Feitu dekkin veita aukið jafnvægi og stjórn og gefa þér sjálfstraust til að gera nýja hluti. Þú getur farið hvert sem er á þannig hjóli, en sérstaklega njóta þau sín umfram önnur hjól í möl, snjó og sandi. Oft getur verið laus sandur á malbikuðum stígum, sérstaklega eftir veturinn, og þá grípur breiðdekkja hjólið mikið betur í og fallhætta er minni. Í snjó skrikar þeim miklu síður en öðrum hjólum, en eindreigið er mælt með því að vera á nagladekkjum í vetrarnotkun. Engin hjól standa sig betur í lausamöl og miklum halla, þar sem stærð gripflatarins skiptir mestu máli. Breiðdekkjahjól eru að jafnaði notuð meira en önnur, samkvæmt athugun singletracks.com.

Þetta eru burðarmeiri hjól og eru því tilvalin fyrir þyngri notendur. Þau liggja aðeins lægra og taka því ekki á sig eins mikinn vind. Stóru dekkin bæta mjög gripið við jörð og eru þau því stöðugri þegar mest á reynir, þannig að maður dettur mun síður. Einnig má segja að þau séu góð borgarhjól, við hinar margbreytilegu aðstæður sem við má búast, sérstaklega hér á Íslandi. Rafmagnið og dempararnir til viðbótar við breiðu dekkin gera alla yfirferð létta og skemmtilega.

Alltaf þarf þó að hreyfa pedalana til að rafmótorinn vinni. Inngjöfin er ákvörðuð með + og – hnöppum á mælaborðinu. Þannig þarf hjólið að vera hannað, til að það standist reglugerð um rafhjól sem nota má á göngustígum.

Þessi hjól eru vissulega þyngri, og mótstaða breiðu dekkjanna meiri. Þau eru því ekki eins lipur og fara aðeins hægar yfir að öllu jöfnu. En með því að nota meira rafmagn er hægt að halda sama hraða og á öðrum hjólum. Því er gott að hafa breiðdekkja hjól með stærri rafhlöðu en önnur. Það  getur einnig verið góður kostur að fara hægar yfir, sérstaklega varðandi öryggi, og maður getur notið ferðarinnar betur, þegar farið er örlítið hægar. Alltaf þurfum við einnig að hafa í huga öryggi annara, sérstaklega gangandi fólks. Þá er mikilvægt að hægja vel á hjólinu.

Hópferðir breiðhjólamanna eru orðnar algengar erlendis og það eru jafnvel haldnar keppnir á sumrin. Á Facebook eru, til dæmis í Bandaríkjunum, margar grúppur tileinkaðar breiðhjólum. Meirihluti eigenda breiðhjóla notar hjólið allt árið um kring.

Hvar?

Topphjól selur hjól með feitum dekkjum og kallast þau Jaxlinn. Á síðunni má finna nánari lýsingu á þessum hjólum, verð og fleira.

Þau hafa fengið ramm íslenskt nafn, “Jaxlinn“, en það er skráð vörumerki Topphjóla ehf. Einnig er komin minni útgáfa sem kallast “Litli Jaxlinn”. Hjólin eru framleidd hjá Txedbike.com

Nokkrir fleiri söluaðilar hér á landi eru með breiðdekkja hjól frá öðrum framleiðendum til sölu.

Ævintýrin bíða